Í dag getum við

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Í dag göngum við Reykvíkingar til kosninga. Við gerum upp við kjörtímabilið sem er að líða og ákveðum hvernig við viljum að borginni okkar verði stjórnað næstu fjögur ár. Það skiptir miklu að við notum kosningaréttinn, því aðeins þannig höfum við áhrif á stjórn borgarinnar og veitum fulltrúum okkar í borgarstjórn nauðsynlegt aðhald. Í kjörklefanum erum við ein, öðrum óháð og öll jöfn. Þess vegna hafa öll atkvæði jöfn áhrif og öll þeirra ráða úrslitum. Í dag getum við kosið um raunverulegar og nauðsynlegar breytingar á borginni, – það má ekki láta hagsmuni okkar Reykvíkinga reka á reiðanum lengur. Í…

Listir og skipulag

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Um daginn átti eg skemmtilegt spjall við nokkra félaga sem öll hafa áhuga á borgarskipulagi. Listamaðurinn í hópnum var að sýna okkur útlistaverk sem hafði í einfaldleika sínum ótrúega jákvæð áhrif á allt umhverfið í kringum sig. Og við vildum öll sjá meira af slíku bæði listum og mannvænni hönnun í hverfunum okkar. Við vorum algjörlega sammála um að slíkt gæti bætt svo miklu við og gert staði svo miklu meira spennandi  og aðlaðandi. Af hverju eru listirnar ekki stærri þáttur í borgarskipulaginu? Styttur á stalli Hægt var að greina í hópnum ákveðna þreytu á því að listin kæmi síðust…

Hættuleg kosningaloforð

Hildur Sverrisdóttir

Það er húsnæðisvandi í Reykjavík. Undanfarin ár hefur úthlutun lóða til uppbyggingar alls ekki annað eftirspurn sem veldur því að íbúðir, hvort heldur er til sölu eða leigu, eru of dýrar. Frambjóðendur til borgarstjórnar eru sammála um vandann en leiðirnar til lausnar eru mjög mismunandi. Björt framtíð og Píratar hafa enga útfærða stefnu. Framsókn vill að borgin ráðist sjálf í stórfelldar byggingarframkvæmdir. Samfylkingin slær um sig og lofar allt að 3.000 íbúðum með aðkomu borgarinnar, en mjög er á reiki hvernig og í samstarfi við hverja, og Vinstri græn tala sömuleiðis fyrir einhvers konar húsnæðissamvinnufélögum. Af málflutningi frambjóðenda þeirra má…