Ekki góður díll

Perlan

Á fundi borgarráðs í gær var lagður fram viðauki við leigusamning sem Perlan gerði við rekstraraðila veitingarstaðarins í Perlunni en leigusamningurinn var samþykktur í nóvember í fyrra. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á fundinum, þær Áslaug María Friðriksdóttir og Hildur Sverrisdóttir, létu bóka eftirfarandi undir þessum lið. Bókun Sjálfstæðisflokksins Fyrir nokkru síðan keypti Reykjavíkurborg Perluna af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir 950 m.kr. og létu borgarbúa um að taka á sig að koma þeirri eign í verð í stað þess að selja hana á almennum markaði. Það er almenn regla hjá Reykjavíkurborg að leigutekjur á ári miðist við 8% af virði eignarinnar sem myndi hljóða upp…

Velferðarkerfi borgarinnar á tímamótum

Áslaug og Börkur

Áslaug María Friðriksdóttir og Börkur Gunnarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði telja velferðarþjónustuna í Reykjavíkurborg standa á tímamótum. Þetta kom fram á fundi velferðarráðs í gær þar sem forsendur fjárhagsáætlunar ráðsins voru lagðar fram til kynningar. Þegar horft er nokkur ár fram í tímann er ljóst að mæta þarf þjónustuþörf stærri hlutfalls íbúa sökum öldrunar og að skort hefur á þjónustu við fatlaða sem og að þjónustan er ekki veitt með nógu sveigjanlegum og persónulegum hætti. Mjög mikla áherslu þarf að leggja á hvernig þjónustukerfið í Reykjavík þarf að breytast til að vera í stakk búið til að mæta þessu aukna…

Vilja betra samstarf við stórar hátíðir

secret-solstice

Á borgarráðsfundi í morgun lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu sem hefur það að markmiði að Reykjavíkurborg taki að sér að skipuleggja viðbragðs- og samskiptateymi sem auðveldi samskipti milli einka- og opinberra aðila þegar stórar hátíðir eru haldnar í Reykjavík á opnum svæðum. 10 þúsund manns sóttu hina vel heppnuðu tónlistarhátíð Secret Solstice um síðustu helgi. Borgin kom ekki að þeirri hátíð með öðrum hætti en að gefa leyfi til þess að halda mætti hátíðina í borgarlandi. Önnur leyfi og samskipti þurftu hátíðarhaldarar að sjá um sjálfir. Vitað er að betur hefði mátt skipuleggja samskipti milli aðila hvað hátíðina varðar. Til…

Verða að upplýsa um niðurstöður PISA

Ráðhús Reykjavíkur

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp dóm þann 24. júní sl. þar sem nefndin skipar Reykjavíkurborg að aflétta leynd af PISA-könnuninni sem borgin ákvað á síðasta kjörtímabili að birta ekki almenningi. Á þetta bæði við um niðurstöður könnuninnar og gögn sem starfsmenn borgarinnar hafa unnið með. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu í borgarstjórn í þann 18. mars 2014 sl. þar sem að við kröfðumst þess að árangur hvers skóla fyrir sig í einstökum greinum PISA-könnunar yrðu sendar skólastjórnendum, skólaráði og stjórn foreldrafélags í því skyni að hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur. Tillögunni var vísað frá með 10 atkvæðum Besta flokksins,…

Sitja í umhverfis- og skipulagsráði

Júlíus Vífill og Hildur Sverrisdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, og Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi, eru aðalfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar á þessu kjörtímabili. Júlíus Vífill og Hildur, sátu einmitt í umhverfis- og skipulagsráði á síðasta kjörtímabili. Varamennirnir í ráðið eru þau Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson. Fyrsti fundur nýs ráðs er einmitt í gangi núna.

Okkar fulltrúar í Orkuveitunni

Fulltrúar okkar í Orkuveitu Reykjavíkur

Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúar, voru skipuð í stjórn Orkuveitunnar af okkar hálfu þegar raðað var niður í ráð og nefndir borgarinnar á fyrsta borgarstjórnarfundi kjörtímabilsins þann 16. júní sl. Fráfarandi stjórn Orkuveitunnar kvaddi í gær og í kjölfarið var haldinn aðalfundur Orkuveitunnar. Á fundinum sátu þau tvö og lögðu þau fram tvær tillögur. 1. Útstreymi brennisteinsvetnis frá virkjunum Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæðinu er stærsta umhverfismálið, sem fyrirtækið glímir nú við í rekstri sínum. Í því skyni að bæta vöktun á styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti samþykkir stjórn Orkuveitunnar að setja upp tvær síritandi loftgæðamælistöðvar til viðbótar þeim, sem…

Geta ekki sótt skóla í sínu hverfi

Engjaskóli

Á fyrsta fundi borgarráðs á nýju kjörtímabili lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn vegna sameiningar grunnskóla sem var framkvæmd á árunum 2011-2012. Fyrirspurnin var svohljóðandi: Við sameiningu grunnskóla í Reykjavík árin 2011-2012 var því heitið að nemendur í 6. og 7. bekk myndu áfram sækja skóla í sínu heimahverfi. Nú hefur verið tilkynnt að frá og með næsta hausti geti nemendur í 6. og 7. bekk Engjaskóla ekki lengur sótt skóla í sínu heimahverfi heldur þurfi þeir að fara í Borgaskóla. Óskað er eftir upplýsingum um hvenær umrædd ákvörðun var tekin, með hvaða hætti hún var tekin og hvort samráð hafi verið haft við foreldra…

Tísti af fyrsta borgarráðsfundi

Halldór og Júlíus Vífill

Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar, eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Halldór Halldórsson sat sinn fyrsta borgarráðsfund þann 19. júní sl. og tísti/twittaði Halldór af fundinum neðangreint. Sit minn fyrsta borgarráðsfund. Gott að hafa öfluga stefnu til að styðjast við í aðhaldi við störf neirihlutans. — Halldór Halldórsson (@HalldorRvk) June 19, 2014 Varamenn í borgarráði eru Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúar.

Vakti athygli á áheyrnarfulltrúum

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, vakti athygli á því í lok borgarstjórnarfundar 16. júní sl. að meirihlutinn tilnefndi áheyrnarfulltrúa í ýmsum nefndum og ráðum borgarinnar. Kjartani fannst það mjög sérstakt að áheyrnarfulltrúum meirihlutans sé að fjölga í nefndum og ráðum borgarinnar. Sú staða getur þá komið upp að á fundum í sjö manna ráðum gætu setið sex fulltrúar frá meirihlutanum en aðeins þrír fulltrúar frá minnihlutanum.

Jómfrúarræða Halldórs

Jómfrúarræða Halldórs

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kom í pontu undir fjórða lið dagskrár borgarstjórnar sem var tillaga nýs meirihluta um stofnun stjórnkerfis- og lýðræðisnefndar. Tillagan var svohljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir að breyta nafni stjórnkerfisnefndar í stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Ráðið verði í 1. flokki skv. samþykktum um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrúa og vinnu við endurskoðun samþykktar fyrir ráðið verði lokið fyrir fyrsta fund borgarstjórnar í haust.“ Nefndin hét áður stjórnkerfisnefnd en Halldór Halldórsson gagnrýndi nefndina á fundinum og lagði áherslu á að nefndin yrði ekki stofnuð fyrr en erindisbréf yrði unnið, samþykktir fyrri nefndar skoðaðar betur sem hvergi var hægt að finna. Nýr…