Goshvernum í Öskjuhlíð lokað

Goshverfinn Strókur í Öskjuhlíð

Búið er að loka goshvernum Strók, sem stendur við Perluna í Öskjuhlíð en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Fulltrúi Reykjavíkurborgar hjá skrifstofu eigna- og atvinnurþróunar segir að það krefjist stöðugrar vöktunar að sinna goshvernum og rekstrarkostnaður sé of mikill.

Kjart­ani Magnús­syni, finnst slæmt að Stróki sé ekki haldið við. „Perl­an er einn fjöl­sótt­asti ferðamannastaður borg­ar­inn­ar og lands­ins. Strók­ur hef­ur skipt máli í því sam­bandi og er því slæmt að hon­um sé ekki haldið við, sér­stak­lega að kom­in sé órækt í kring­um hver­inn.“

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi