Jómfrúarræða Halldórs

Jómfrúarræða Halldórs

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kom í pontu undir fjórða lið dagskrár borgarstjórnar sem var tillaga nýs meirihluta um stofnun stjórnkerfis- og lýðræðisnefndar. Tillagan var svohljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir að breyta nafni stjórnkerfisnefndar í stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Ráðið verði í 1. flokki skv. samþykktum um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrúa og vinnu við endurskoðun samþykktar fyrir ráðið verði lokið fyrir fyrsta fund borgarstjórnar í haust.“

Nefndin hét áður stjórnkerfisnefnd en Halldór Halldórsson gagnrýndi nefndina á fundinum og lagði áherslu á að nefndin yrði ekki stofnuð fyrr en erindisbréf yrði unnið, samþykktir fyrri nefndar skoðaðar betur sem hvergi var hægt að finna. Nýr meirihluti tók það fram að nýja ráðið yrði flutt í 1. flokk en gamla stjórnkerfisnefndin var í 4. flokki. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, verður formaður nýju nefndarinnar.

Halldór Halldórsson gagnrýndi einnig í ræðu sinni að meirihlutinn væri að stækka kerfið hjá sér og gera það dýrarara einmitt þegar við eigum að vera að minnka það.