Vakti athygli á áheyrnarfulltrúum

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, vakti athygli á því í lok borgarstjórnarfundar 16. júní sl. að meirihlutinn tilnefndi áheyrnarfulltrúa í ýmsum nefndum og ráðum borgarinnar.

Kjartani fannst það mjög sérstakt að áheyrnarfulltrúum meirihlutans sé að fjölga í nefndum og ráðum borgarinnar. Sú staða getur þá komið upp að á fundum í sjö manna ráðum gætu setið sex fulltrúar frá meirihlutanum en aðeins þrír fulltrúar frá minnihlutanum.