Okkar fulltrúar í Orkuveitunni

Fulltrúar okkar í Orkuveitu Reykjavíkur

Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúar, voru skipuð í stjórn Orkuveitunnar af okkar hálfu þegar raðað var niður í ráð og nefndir borgarinnar á fyrsta borgarstjórnarfundi kjörtímabilsins þann 16. júní sl.

Fráfarandi stjórn Orkuveitunnar kvaddi í gær og í kjölfarið var haldinn aðalfundur Orkuveitunnar. Á fundinum sátu þau tvö og lögðu þau fram tvær tillögur.

1. Útstreymi brennisteinsvetnis frá virkjunum Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæðinu er stærsta umhverfismálið, sem fyrirtækið glímir nú við í rekstri sínum. Í því skyni að bæta vöktun á styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti samþykkir stjórn Orkuveitunnar að setja upp tvær síritandi loftgæðamælistöðvar til viðbótar þeim, sem nú þegar eru staðsettar við Norðlingaholt og á Grensásvegi. Önnur verði staðsett við austurenda byggðar í Breiðholti og hin við austurenda byggðar í Grafarholti-Úlfarsárdal. Birta skal á rauntímagrundvelli loftgæðaupplýsingar á aðgengilegan og skiljanlegan hátt og tryggja þannig að almenningur sé ætíð upplýstur um loftgæði á áhrifasvæði Hellisheiðarvirkjunar, hvort sem um er að ræða almennar upplýsingar fyrir íbúa , viðkvæma hópa eða þá, sem stunda útivist á svæðinu.

2. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur beinir því til forstjóra að óska eftir því við stjórn Orku náttúrunnar (ON) að aflétta leynd af framlögðu yfirliti um framleiðslu virkjana fyrirtækisins frá maí 2013 – maí 2014.

Halldór Halldórsson og Marta Guðjónsdóttir eru varamennirnir okkar í stjórn Orkuveitunnar.

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarhópsins

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi