Ekki góður díll

Perlan

Á fundi borgarráðs í gær var lagður fram viðauki við leigusamning sem Perlan gerði við rekstraraðila veitingarstaðarins í Perlunni en leigusamningurinn var samþykktur í nóvember í fyrra.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á fundinum, þær Áslaug María Friðriksdóttir og Hildur Sverrisdóttir, létu bóka eftirfarandi undir þessum lið.

Bókun Sjálfstæðisflokksins

Fyrir nokkru síðan keypti Reykjavíkurborg Perluna af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir 950 m.kr. og létu borgarbúa um að taka á sig að koma þeirri eign í verð í stað þess að selja hana á almennum markaði. Það er almenn regla hjá Reykjavíkurborg að leigutekjur á ári miðist við 8% af virði eignarinnar sem myndi hljóða upp á 76 m.kr í leigutekjur á ári í þessu tilfelli. Í stað þess er ljóst að langt er frá því að slík upphæð fáist en leigutekjur af eigninni eru u.þ.b. 35 m.kr. á ári. Borgarbúar sitja því uppi með afar slæma fjárfestingu í boði meirihlutans í Reykjavík.