Fyrsta borgarstjórnarfundi lokið

Magnús, Hildur, Áslaug og Kjartan

Þann 16. júní sl. var haldinn fyrsti borgarstjórnarfundur á nýju kjörtímabili þar sem fjórir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku sæti á fundinum. Það voru þau Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir. Hildur Sverrisdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi. Við tókum eina mynd af okkur eftir fundinn en því miður rétt misstum við af þeim Halldóri og Júlíusi Vífili.

Hildur ræðir fréttir vikunnar

Hildur Sverrisdóttir

Hildur Sverrisdóttir, ræddi í morgun fréttir vikunnar ásamt Loga Bergmanni í Morgunútvarpi Rásar 2. Helst í fréttum vikunnar var auðvitað nýr meirihluti í borginni, heimsmeistaramótið í Brasilíu hófst í gær og þau ræddu um falin gögn forsætisráðherra upp á RÚV. Hægt er að hlusta á þáttinn hér á vef RÚV.is

Vinstrisinnaðasti meirihluti frá upphafi

Heimild: RÚV

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur nýjan meirihluta vera sá vinstrisinnaðasta frá upphafi. Hann telur að ekki sé fjárhagslegt svigrúm til þess að ráðast í þær aðgerðir sem nýr meirihluti Reykjavíkurborgar stefnir að. Samkvæmt samstarfssáttmála nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar Framtíðar, Pírata og Vinstri grænna segir að 300 milljónir fari til skóla- og frístundamála á næstu 2-3 árum og að frístundakortið verður hækkað upp í 35 þúsund krónur. Halldór segir augljóst að meirihlutinn ætli ekki að standa við gefin loforð en Samfylkingin sagði í kosningabaráttunni að þau myndu hækka frístundarkortið upp í 50 þúsund krónur á hvert barn. „Ef það…

Ný stúka rís í Árbænum

Mynd: Einar Ásgeirsson

Björn Gíslason, formaður Fylkis og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, opnaði nýja Fylkisstúku ásamt formanni borgarráðs í gær og í dag. Tveir opnunarleikir voru spilaðir í vikunni til þess að vígja stúkuna. Fylkisstúlkurnar mættu FH á þriðjudagskvöldið í fyrri opnunarleik stúkunnar þar sem Fylkisstúlkur unnu 3-0 og Fylkisstrákarnir mættu Breiðablik á miðvikudagskvöldið í seinni opnunarleik stúkunnar þar sem leikar enduðu 1-1. Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarhópsins, mætti á völlinn og tók neðangreinda mynd á Instagram af nýju stúkunni.

Goshvernum í Öskjuhlíð lokað

Goshverfinn Strókur í Öskjuhlíð

Búið er að loka goshvernum Strók, sem stendur við Perluna í Öskjuhlíð en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Fulltrúi Reykjavíkurborgar hjá skrifstofu eigna- og atvinnurþróunar segir að það krefjist stöðugrar vöktunar að sinna goshvernum og rekstrarkostnaður sé of mikill. Kjart­ani Magnús­syni, finnst slæmt að Stróki sé ekki haldið við. „Perl­an er einn fjöl­sótt­asti ferðamannastaður borg­ar­inn­ar og lands­ins. Strók­ur hef­ur skipt máli í því sam­bandi og er því slæmt að hon­um sé ekki haldið við, sér­stak­lega að kom­in sé órækt í kring­um hver­inn.“

Óska eftir greinargerð um kosningar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar, sátu sinn síðasta borgarráðsfund á þessu kjörtímabili, fimmtudaginn 5. júní sl. Á fundinum óskuðu þeir eftir greinargerð um framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga og talningu hennar. „Við rædd­um þetta í borg­ar­ráði í gær. Það er ljóst að þarna urðu ákveðnir hnökr­ar og við töld­um rétt að óska eft­ir grein­ar­gerð um fram­kvæmd­ina,“ sagði Kjart­an Magnússon um málið í sam­tali við mbl.is.

Hlíðarendabyggðinni rutt áfram

hlidarendabyggd.is

Breyting á deiliskipulagi Hlíðarendabyggðar var lögð fram í borgarráði í dag. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir íbúabyggð í kringum Valssvæðið en nánari upplýsingar um Hlíðarendabyggðina má nálgast á vef um byggðina hér. Á fundinum andmæltu þeir Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, að deiliskipulagið yrði samþykkt á þeim forsendum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar séu ekki að virða hina þverpólitísku sátt milli ríkis og borgar sem gerð var um flugvöllinn. Borgarráðsfulltrúarnir gagnrýndu formann borgarráðs, Dag B. Eggertsson, fyrir að fara áfram á fullt skrið með byggðaráform í Vatnsmýrinni og virða ekki störf þeirrar nefndar sem skipuð var í fyrrahaust. Nefndin,…

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fjóra fulltrúa

IMG_9738 (Medium)

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hlaut 25,7% fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí sl. og hlaut fjóra borgarfulltrúa kjörna. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þá eini nýji borgarfulltrúinn en Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir voru öll borgarfulltrúar á seinasta kjörtímabili. „Mér er efst í huga gríðarlegt þakk­læti til fólks­ins okk­ar í hverfa­fé­lög­un­um, kosn­inga­miðstöðvun­um og til allra sjálf­boðaliðanna sem hafa komið að vinna með okk­ur og hjálpað okk­ur,“ seg­ir Hall­dór.