Sumarfrí

Valhöll

Mikill sumarbragur er nú af störfum borgarinnar enda flestir í sumarfríi síðustu vikur og fram í ágúst. Borgarstjórn fór í sumarfrí eftir að ný borgarstjórn kom saman þann 16. júní sl. og tekur ekki til starfa fyrr en í september aftur. Borgarráð, sem vanalega hittist vikulega hefur nú hist á tveggja vikna fresti og hittist næst 14. ágúst nk. Með því sögðu drögum við okkur aðeins í hlé fram í ágúst og færum ykkur svo fleiri fréttir af borgarmálunum í haust. Þess má geta að skrifstofa Sjálfstæðisflokksins er lokuð og verður opnuð aftur 5. ágúst nk. Gleðilegt sumar.

Notar Dagur bíl frá borginni?

Ráðhús Reykjavíkur

Á fundi borgarráðs þann 22. maí sl. spurðust borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fyrir um notkun borgarfulltrúa á bifreiðum í eigu Reykjavíkurborgar. Þar óskuðu fulltrúarnir eftir því að vita hvort að Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarfulltrúi, hafi notað bíl í eigu Reykjavíkurborgar og hversu lengi hann hafi notið þessara bílafríðinda og hversu umfangsmikil þau hafi verið. Þá báðust þeir einnig eftir því að vita hvort að bílatengdar starfsgreiðslur til borgarfulltrúans hafi verið skertar í ljósi noktunar hans á bifreiðum í eigu borgarinnar. Nú fyrir helgi, þann 24. júlí sl. var lagt fram svar við fyrirspurninni þar sem sagt er að einn borgarfulltrúi hafi notið…

Halldór fimmtugur í dag

halldorhalldorsson_kajak

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er fimmtugur í dag. Halldór, sem hefur mikinn áhuga á útivist, rekur lítið fyrirtæki á Vestfjörðum eða nánar tiltekið í Ögri. Halldór hefur mikinn áhuga á sjókajak íþróttinni og fer reglulega í kajakaferðir bæði á vegum fyrirtækisins sem hann rekur og einnig sér til skemmtunar. Sagan segir að hann ætli að halda mikla veislu í Ögri í Ísafjarðardjúpi í kvöld og fagna stórafmælinu með vinum og vandamönnum. Við óskum Halldóri innilega til hamingju með daginn.

Ósammála um fjárhagsaðstoð

Fjarhagsadstod2014

Á fundi velferðarráðs þann 26. júní sl. var rætt um skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Í skýrslunni er fjallað um gildi þess að skilyrða fjárhagsaðstoð við til dæmis það að mæta og taka þátt í verkefnum og annað slíkt. Niðurstaða skýrslunnar er á þessa leið: „Samdóma niðurstaða þeirra heimilda sem skoðaðar voru er að skilyrðingar hafa ótvíræð áhrif við að hvetja þá einstaklinga sem fá fjárhagsaðstoð og á annað borð geta unnið til að leita sér að launavinnu. Sérstaklega er þetta talið mikilvægt þegar um ungt fólk er að ræða“. Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, og Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúi, sitja…

Hildur og Magnús í mannréttindaráði

Hildur-Magnus

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, eru fulltrúar okkar í mannréttindaráði á komandi kjörtímabili. Magnús sat sem aðalmaður í mannréttindaráði í lok kjörtímabils í fyrra en Hildur hefur ekki átt fast sæti þar áður. Marta Guðjónsdóttir og Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúar, eru varamenn okkar í ráðinu.

Erfitt að koma sér upp sínu eigin húsnæði

Krani

Á fundi borgarstjórnar 20. maí sl. lögðum við fram tillögu að því að skipuð yrði nefnd sérfræðinga í neytendalánum sem geri tillögur til ráðsins að því hvernig laga má lánastarfsemi borgarinnar vegna sölu byggingarréttar að nýju lagaumhverfi. Á sama fundi lögðum við einnig fram tillögu sem sneri að því að auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum að hefja uppbyggingu í Reykjavík og lögðum til að reglur um sölu byggingarréttar yrðu rýmkaðar. Báðar tillögurnar voru felldar á fundi borgarráðs sl. fimmtudag. Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, sátu í borgarráði á fimmtudaginn og töldu meirihluta borgarstjórnar leggja stein í götu þeirra sem vilja koma sér…

Endurskoða ekki aðalskipulagið

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030

Meirihlutinn í borginni ákvað á borgarráðsfundi í gær að endurskoða ekki aðalskipulag Reykjavíkur fyrir árin 2010-2030. Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði töldu það nauðsynlegt að taka þyrfti upp aðalskipulagið á ný til þess að meiri heildarsátt milli borgarbúa næðist um aðalskipulagið. Halldór og Júlíus Vífill gerðu þá tillögu að stofnaður yrði faglegur vinnuhópur sem hefði það að markmiði að rýna betur þau svæði og það skipulag sem sætt hefur hvað mestri gagnrýni síðan aðalskipulagið var samþykkt. Vinnuhópurinn skili niðurstöðum sínum áður en umhverfis- og skipulagsráð tekur ákvörðun um hvort aðalskipulagið verði endurskoðað í upphafi nýs kjörtímabils eins og…

Lestarkerfi gengur ekki upp

fluglestin-og-óli

Ólafur Kr. Guðmundsson, varamaður okkar í umhverfis- og skipulagsráði og varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fór í heimsókn til Reykjavík síðdegis á þriðjudaginn og ræddi þar um fyrirhugaðar lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Ólafur telur ma. hagkvæmara að nota meðalstóran fjölskyldubíl sem eyðir tæplega 3 lítrum á leið til Keflavíkur í stað þess að borga 3.800 kr. í lestargjald og leigubíl til þess að komast á lestarstöðina. Hlusta má á viðtalið við Ólaf hér. Á kynningarfundi sl. mánudag um fluglestina voru kynntar niðurstöður níu fyrirtækja og opinberra aðila um hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Á fundinum var gefin út skýrsla sem…

Fulltrúar í menningar- og ferðamálaráði

Júlíus og Marta

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi og Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, eru aðafulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mennta- og ferðamálaráði. Þau sátu hvorug í ráðinu á síðasta kjörtímabili en Júlíus Vífill hefur verið stjórnarformaður Íslensku Óperunnar um talsvert skeið. Börkur Gunnarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir eru varamenn okkar í ráðinu.

Hildur í Sprengisandi

Hildur Sverrisdóttir

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi, var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi sl. sunnudag þar sem hún ræddi helstu tíðindi vikunnar sem leið. Með Hildi í þættinum voru þau Sigurður G. Guðjónsson og Þóra Guðmundsdóttir. Hægt er að hlusta á Sprengisand á sunnudeginum hér.