Lítill metnaður í íþróttamál

Marta og Björn á ÍTR fundi

Á fyrsta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur nýs kjörtímabils var lagður fram samstarfssáttmáli meirihlutans til kynningar.

Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason, fulltrúar okkar á fundinum, fannst ekki mikill metnaður lagður í íþrótta- og tómstundamálin í nýjum samstarfssáttmála meirihlutans. Í bókun þeirra undir liðnum sögðu þau Reykjavík vera orðin eftirbátur nágrannaveitarfélaganna þegar kemur að uppbyggingu og viðhaldi eins og dæmin sanna þegar reykvísk börn þurfa að sækja sundkennslu til annarra sveitarfélaga.

Þau töluðu einnig um að uppbygging íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal hefur dregist allt of mikið á langinn og knýjandi þörf er að bæta aðstöðuna í Grafarvogi. Það sýnir ekki mikinn metnað að börn og unglingar í Grafarholti og Úlfarsárdal þurfa að sækja sundkennslu til annarra sveitarfélaga og ekki gert ráð fyrir að íþróttamannvirki þar verði tilbúin fyrr en árið 2017.