Vilja draga úr svifryki í borginni

frjokornaofnæmi

Á fundi borgarráðs í sl. viku lögðu okkar fulltrúar fram tillögu sem snýr að því að draga úr svifryki í borginni með því að halda frjókornamagni í andrúmslofti í skefjum. Slíkt er helst gert með reglulegum grasslætti sem spornar gegn því að blóm illgresis frjóvgist og berist um andrúmsloftið.  Fjöldi þeirra sem glíma við slíkt ofnæmi hefur aukist verulega á undanförnum árum og því enn meiri ástæða til aðgerða. Nauðsynlegt er að borgin sjái um að gras sé slegið oftar og opin svæði hirt til að draga megi úr frjókornum í andrúmslofti því annars dregur ofnæmið verulega úr lífsgæðum fjölda borgarbúa.

Afgreiðslu tillögunnar var frestað og bíður hún því afgreiðslu síðar í borgarráði.

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi