Vilja endurskoða ferðamálastefnu borgarinnar

Mynd af reykjavik.is

Á borgarráðsfundi sem stendur yfir núna lögðu Halldór Halldórsson og Áslaug María Friðriksdóttir fram tillögu sem snýr að því að endurskoða ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar.

Í ferðamálastefnunni var gert ráð fyrir að fjöldi ferðamanna næði um milljón árið 2020 en árið 2012 var þeim fjölda náð og hann eykst enn. Mjög mikilvægt er að Reykjavíkurborg hefji strax stefnumótun að nýju.

Nauðsynlegt er að skilgreina og skoða þolmörk ákveðinna svæða í margvíslegu samhengi. Til dæmis hvað varðar fjölda gistirýma á ákveðnum reitum eða hverfum sem hlutfall af íbúafjölda eða hvort gera verði frekari ráðstafanir hvað varðar fólksflutninga inn í gróin hverfi að næturlagi. Meta þarf hvaða áhrif breytt samsetning samfélagsins hefur á lífsgæði íbúa, verslun, þjónustu og aðra mikilvæga þætti borgarsamfélagsins og greina hvort ástæða sé til inngripa.

Afgreiðslu tillögunnar var frestað í borgarráði í morgun.

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd af reykjavik.is