Lestarkerfi gengur ekki upp

fluglestin-og-óli

Ólafur Kr. Guðmundsson, varamaður okkar í umhverfis- og skipulagsráði og varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fór í heimsókn til Reykjavík síðdegis á þriðjudaginn og ræddi þar um fyrirhugaðar lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.

Ólafur telur ma. hagkvæmara að nota meðalstóran fjölskyldubíl sem eyðir tæplega 3 lítrum á leið til Keflavíkur í stað þess að borga 3.800 kr. í lestargjald og leigubíl til þess að komast á lestarstöðina.

Hlusta má á viðtalið við Ólaf hér.

Á kynningarfundi sl. mánudag um fluglestina voru kynntar niðurstöður níu fyrirtækja og opinberra aðila um hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Á fundinum var gefin út skýrsla sem kynnt var almenningi og af vef fluglestarinnar, fluglestin.is, var gefið í skyn að fyrstu farþegarnir gætu verið að fara á milli Reykjavíkur og Keflavíkur í janúar 2023. Hér er að neðan eru nokkrir punktar úr skýrslunni.

  • Bygging og rekstur hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur er hagkvæm fjárfesting í einkaframkvæmd sem ekki kallar á bein opinber framlög.
  • Lagt er til að aðilar verkefnisins stofni hlutafélag um framhald málsins. Í kjölfarið sjái félagið um undirbúning og framkvæmd verkefnisins.
  • Hlutverk þess verði, samhliða nákvæmari greiningu á áætluðum kostnaði og óvissugreiningu á mögulegum frávikum, að afla fjármagns til að kosta rannsóknir og skipulagsvinnu auk þess sem leggja þarf drög að fjárfestingasamningi við ríkið.
  • Samhliða þarf ríkið að skilgreina lagalegt umhverfi um lestarsamgöngur á Íslandi.
  • Undirbúningur framkvæmda gæti hafist árið 2015, framkvæmdir verið komnar á fullt árið 2018 og lestin hafið rekstur árið 2023 að því gefnu að fjármögnun undirbúningsfélags ljúki fyrir árslok.

Lesa má skýrsluna í heild sinni hér.