Halldór fimmtugur í dag

halldorhalldorsson_kajak

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er fimmtugur í dag.

Halldór, sem hefur mikinn áhuga á útivist, rekur lítið fyrirtæki á Vestfjörðum eða nánar tiltekið í Ögri. Halldór hefur mikinn áhuga á sjókajak íþróttinni og fer reglulega í kajakaferðir bæði á vegum fyrirtækisins sem hann rekur og einnig sér til skemmtunar. Sagan segir að hann ætli að halda mikla veislu í Ögri í Ísafjarðardjúpi í kvöld og fagna stórafmælinu með vinum og vandamönnum.

Við óskum Halldóri innilega til hamingju með daginn.