Notar Dagur bíl frá borginni?

Ráðhús Reykjavíkur

Á fundi borgarráðs þann 22. maí sl. spurðust borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fyrir um notkun borgarfulltrúa á bifreiðum í eigu Reykjavíkurborgar. Þar óskuðu fulltrúarnir eftir því að vita hvort að Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarfulltrúi, hafi notað bíl í eigu Reykjavíkurborgar og hversu lengi hann hafi notið þessara bílafríðinda og hversu umfangsmikil þau hafi verið. Þá báðust þeir einnig eftir því að vita hvort að bílatengdar starfsgreiðslur til borgarfulltrúans hafi verið skertar í ljósi noktunar hans á bifreiðum í eigu borgarinnar.

Nú fyrir helgi, þann 24. júlí sl. var lagt fram svar við fyrirspurninni þar sem sagt er að einn borgarfulltrúi hafi notið bílafríðinda umfram aðra í verulegum mæli. Í svarinu kemur fram að annars vegar hafi borgarfulltrúinn haft afnot af bíl borgarstjóra þegar hann gegndi starfskyldum svokallaðs staðgengils hans og stöku sinnum í ,,opinberum erindagjörðum“ á vegum Reykjavíkurborgar eins og segir í svarinu án þess að það sé skilgreint nánar, en með því hlýtur að vera átt við erindisrekstur sem fellur utan starfsviðs svokallaðs staðgengils. Hins vegar hafi borgarfulltrúanum staðið til boða afnot af tveimur öðrum bifreiðum til slíkra erindagjörða.

Í maí spurðu þeir einnig hvort að umrædd bílanotkun hafi hlotið samþykki forsætisnefndar en svo var ekki. Það er ljóst að umræddur borgarfulltrúi hafi fengið bílafríðindi sem voru ekki í boði fyrir aðra borgarfulltrúa og enginn vettvangur hafði skapast til að ræða þessi mál. Brýnt er að skýrar reglur gildi um bílafríðindi kjörinna fulltrúa er og að komið verði í veg fyrir notkun þeirra á bifreiðum Reykjavíkurborgar án þess að skýr heimild liggi fyrir um slíkt.


Fyrirspurn lögð fram á borgarráðsfundi 22. maí sl.

Borgarfulltrúum er ekki heimilt að nota bifreiðar í eigu Reykjavíkurborgar en í starfsgreiðslum til þeirra er gert ráð fyrir kostnaði við rekstur bíls. Komið hefur fram í fjölmiðlum að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hafi aðgang að bifreiðum í eigu borgarinnar og einnig að bifreið borgarstjóra. Óskað er eftir upplýsingum um hversu lengi borgarfulltrúinn hafi notið þessara bílafríðinda, hversu umfangsmikil þau hafi verið og hvort umrædd bílanotkun hafi hlotið samþykki forsætisnefndar. Hafa bílatengdar starfsgreiðslur til borgarfulltrúans verið skertar í ljósi notkunar hans á bifreiðum í eigu borgarinnar?“

Bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á borgarráðsfundi 24. júlí 
Framlagt svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um notkun borgarfulltrúa á bifreiðum í eigu Reykjavíkurborgar er um margt óljóst. Af svarinu má þó ráða að einn borgarfulltrúi hafi notið bílafríðinda umfram aðra í verulegum mæli. Í svarinu kemur fram að annars vegar hafi borgarfulltrúinn haft afnot af bíl borgarstjóra þegar hann gegndi starfskyldum svokallaðs staðgengils hans og stöku sinnum í ,,opinberum erindagjörðum“ á vegum Reykjavíkurborgar eins og segir í svarinu án þess að það sé skilgreint nánar, en með því hlýtur að vera átt við erindisrekstur sem fellur utan starfsviðs svokallaðs staðgengils. Hins vegar hafi borgarfulltrúanum staðið til boða afnot af tveimur öðrum bifreiðum til slíkra erindagjörða. Ljóst er að umræddur borgarfulltrúi hefur notið bílafríðinda hjá borginni umfram aðra borgarfulltrúa án þess að formleg ákvörðun hafi verið tekin um það á þar til bærum vettvangi, þ.e. í forsætisnefnd. Margir aðrir borgarfulltrúar eru mikið á ferðinni í opinberum erindagjörðum án þess að þeim standi til boða afnot af bifreiðum borgarinnar eins og gerst hefur í þessu tilviki. Brýnt er að skýrar reglur gildi um bílafríðindi kjörinna fulltrúa er og að komið verði í veg fyrir notkun þeirra á bifreiðum Reykjavíkurborgar án þess að skýr heimild liggi fyrir um slíkt.

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi