Bruni í Skeifunni

bruninn-i-skeifunni

Okkar fólk á var duglegt á samfélagsmiðlum í kjölfar brunans í Skeifunni í gærkvöldi. Hér að neðan má sjá nokkrar uppfærslur og myndir frá því í gær.           Reykjavik on fire pic.twitter.com/2ZOZE1sGyj — Herdis Anna Thorvald (@HerdisThorvalds) July 6, 2014   Gamlir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu líka í sér heyra á Twitter eins og sjá má hér að neðan. Kannski súrt að segja það á meðan eldur logar en ég vona að ný Skeifa verði fögurri en sú sem brennur. #aðalskipulag #byggjumhærra — Þorbjörg Helga (@thorbjorghelga) July 7, 2014   Myndirnar af Skeifubrunanum voru komnar á Twitter…

Illa slegið í Grafarholti

juliuseyjolfsson-grafarholt

Júlíus Eyjólfsson, íbúi í Grafarholti, vakti athygli á því á hóp íbúa í Grafarholti á Facebook að borgaryfirvöld hefðu ekki slegið grasið vel í Grafarholti. Í færslunni vekur hann athygli á því að ekki hefur verið slegið í Grafarholti í heilt ár en myndin er tekin í götunni Gvendargeisla. Hér að neðan má sjá færslu Júlíusar en myndina má væntanlega sjá hér að ofan og neðan.  

Vilja endurskoða ferðamálastefnu borgarinnar

Mynd af reykjavik.is

Á borgarráðsfundi sem stendur yfir núna lögðu Halldór Halldórsson og Áslaug María Friðriksdóttir fram tillögu sem snýr að því að endurskoða ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Í ferðamálastefnunni var gert ráð fyrir að fjöldi ferðamanna næði um milljón árið 2020 en árið 2012 var þeim fjölda náð og hann eykst enn. Mjög mikilvægt er að Reykjavíkurborg hefji strax stefnumótun að nýju. Nauðsynlegt er að skilgreina og skoða þolmörk ákveðinna svæða í margvíslegu samhengi. Til dæmis hvað varðar fjölda gistirýma á ákveðnum reitum eða hverfum sem hlutfall af íbúafjölda eða hvort gera verði frekari ráðstafanir hvað varðar fólksflutninga inn í gróin hverfi að næturlagi. Meta…

Vilja draga úr svifryki í borginni

frjokornaofnæmi

Á fundi borgarráðs í sl. viku lögðu okkar fulltrúar fram tillögu sem snýr að því að draga úr svifryki í borginni með því að halda frjókornamagni í andrúmslofti í skefjum. Slíkt er helst gert með reglulegum grasslætti sem spornar gegn því að blóm illgresis frjóvgist og berist um andrúmsloftið.  Fjöldi þeirra sem glíma við slíkt ofnæmi hefur aukist verulega á undanförnum árum og því enn meiri ástæða til aðgerða. Nauðsynlegt er að borgin sjái um að gras sé slegið oftar og opin svæði hirt til að draga megi úr frjókornum í andrúmslofti því annars dregur ofnæmið verulega úr lífsgæðum fjölda…

Lítill metnaður í íþróttamál

Marta og Björn á ÍTR fundi

Á fyrsta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur nýs kjörtímabils var lagður fram samstarfssáttmáli meirihlutans til kynningar. Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason, fulltrúar okkar á fundinum, fannst ekki mikill metnaður lagður í íþrótta- og tómstundamálin í nýjum samstarfssáttmála meirihlutans. Í bókun þeirra undir liðnum sögðu þau Reykjavík vera orðin eftirbátur nágrannaveitarfélaganna þegar kemur að uppbyggingu og viðhaldi eins og dæmin sanna þegar reykvísk börn þurfa að sækja sundkennslu til annarra sveitarfélaga. Þau töluðu einnig um að uppbygging íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal hefur dregist allt of mikið á langinn og knýjandi þörf er að bæta aðstöðuna í Grafarvogi. Það sýnir ekki mikinn metnað…

Sat sinn fyrsta fund

Örn Þórðarson

Örn Þórðarson, varamaður okkar í skóla- og frístundarráði sat sinn fyrsta fund í gær er ráðið fundaði. Örn telur menntamálin vera langstærsta og mikilvægasta málaflokk sveitafélaga en að hans mati eiga skólamálin fyrst og fremst að snúast um þarfir nemenda. Örn, sem sat í 13. sæti framboðslistans í vor setti inn uppfærslu á Facebook eftir fund í gær.

Niðurstöður PISA opinberaðar

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Á vef Reykjavíkurborgar hafa niðurstöður PISA könnuninar verið birtar eftir að úrskurðarnefndar um upplýsingamál kvað upp úr um að borginni væri skylt að birta þær. Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði borgarinnar segir nauðsynlegt að hægt sé að átta sig á hvar við þurfum að spýta í lófanna og ættum að líta á þetta fyrst og fremst sem tæki til þess. Marta telur einnig PISA gefa samanburð á menntakerfum milli landa. „Það fer lítið fyrir framförum í skólastarfi ef farið er með upplýsingar um stöðu skólanna eins og hernaðarleyndarmál“ bætti Marta við er hún talaði við Morgunblaðið um helgina….

Kjartan og Marta í ÍTR

Kjartan og Marta

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, verða aðalfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í íþrótta- og tómstundarráði eða betur þekkt sem ÍTR. Kjartan og Marta hafa mikla reynslu af störfum innan íþrótta- og tómstundaráðs en þau sátu bæði í þessu ráði á síðasta kjörtímabili. Björn Gíslason og Lára Óskarsdóttir verða okkar varamenn í ráðinu.