Mætti ná betri árangri með Atvinnutorgi

Áslaug og Börkur

Áslaug María Friðriksdóttir og Börkur Gunnarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði Reykjavíkurborgar, lögðu fram tillögu þess efnis að ástæða væri til að auka við þjónustu Atvinnutorgs Reykjavíkur en Atvinnutorg í Reykjavík er atvinnutengt úrræði fyrir unga atvinnuleitendur á aldrinum 16 – 30 ára, óhað rétti þeirra til atvinnuleysisbóta. Atvinnutorg sinnir sérstaklega því fólki sem er án bótaréttar en einnig þeim einstaklinglinum sem eru að missa bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun eða þurfa frekari einstaklingsmiðaðri stuðning við að koma sér út á vinnumarkaðinn. Áslaug María telur að Atvinnutorg hafi reynst vel til þess að aðstoða fólk til að komast af fjárhagsaðstoð. Ein af meginstefnum velferðarsviðs…

Vilja færa Einar Benediktsson

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á fundi borgarráðs í gær að færa styttu Ásmundar Sveinssonar af Einari Benediktssyni sem stendur á Klambratúni. Óskuðu þeir eftir því að styttan yrði færð mögulega til Borgartúns í nágrenni Höfða. Með nýrri staðsetningu verði styttan gerð sýnilegri og minningu skáldsins og athafnamannsins sýndur viðeigandi sómi en 150 ár eru nú liðin frá fæðingu hans. Í samtali við Morgunblaðið segir Júlíus Vífill Ingvarsson að það sé merkilegt að ekki sé gert meira úr minningu Einars. „Hann var einn mesti skál­djöf­ur og at­hafnamaður þjóðar­inn­ar. Ak­ur­eyr­ing­ar gera meira úr sín­um skáld­um en við ger­um hér í Reykja­vík, af ein­hverj­um ástæðum,…

Áætlanir stóðust ekki

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar – júní 2014 ber með sér að rekstur borgarsjóðs hefur versnað milli ára og er 600 milljónum kr. lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tap á borgarsjóði eru rúmir 2,3 milljarðar kr. en var 1,9 milljarðar kr. árið á undan. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er einnig verri þegar tekið hefur verið tillit til hækkunar á eignum Félagsbústaða sem er reiknuð tala upp á 2,4 milljarða kr. Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, telja að rekstrarniðurstaðan sé óviðunandi þrátt fyrir hækkun útsvarstekna um tæpan 1 milljarð kr. „Þessi niðurstaða á rekstri borgarsjóðs kallar á uppstokkun og nýja…

Er í lagi að spreða annarra manna pengingum eitthvað út í loftið?

KristinnKarl

Á fundi borgarráðs í þann 14. ágúst sl.  lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu er varðar styrkveitingar borgarráðs. Óskipulag ríkir innan borgarráðs og styrkveitingar í ráðinu lúta engum reglum. Styrkir ráðsins eru veittir án auglýsinga og án þess að kynnt sé fyrirfram hvað ráðið vilji styrkja né hvort umsækjendur þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúar flokksins  í borgarráði, vilja auka gegnsæi og tryggja jafnræði er kemur að styrkveitingum í borgarráði og leggja til að borgarráð móti sér stefnu um styrkveitingar ráðsins. Afgreiðslu tillögunnar  var frestað. Tillaga sem þessi, felur ekkert annað í sér,  verði hún…

Fólkið okkar um helgina

kjartan_21km_2014

Menningarnótt fór fram á laugardaginn ásamt því að öll þátttökumet í Reykjavíkurmaraþoninu voru slegin. Fólkið okkar var út um allt um helgina og má sjá nokkrar myndir af þeim hér að neðan. Halldór Halldórsson dansaði með Færeyingum á Menningarnótt. Áslaug María Friðriksdóttir gekk upp á Esjuna fyrir helgi. Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir voru mættar á flugeldasýninguna á Menningarnótt. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, hljóp hálfmaraþon á laugardaginn. Herdís Anna Þorvaldsdóttir sá Justin Timberlake í gær. Björn Jón Bragason var í góðum hópi á Naustabryggju á laugardaginn. Magnús Sigurbjörnsson hljóp boðhlaup á laugardaginn til styrktar Reykjadals. Örn Þórðarson hljóp 10km.

Hildur í fréttum vikunnar

Hildur Sverrisdóttir

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi, var gestur í fréttum vikunnar í morgun á Rás 2 þar sem hún ræddi um lekamálið, virðisaukaskatt, jarðhræringar í Bárðarbungu, bænamálið og um almennileg notlegheit. Andrés Jónsson, almannatengill, var gestur í þættinum ásamt Hildi. Hægt er að spila upptökuna hér að neðan. [ruv.is]

Enn einn starfshópurinn

krakkar_skoli

Á fundi skóla- og frístundarráðs á miðvikudaginn sl. var samþykkt tillaga frá fulltrúum Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að setja á fót fagráð um eflingu lestrarfærni og lesskilnings meðal barna og ungmenna í skólum Reykjavíkurborgar. Hlutverk ráðsins verði að móta tillögur um hvernig megi efla lestrarfærni og lesskilning meðal reykvískra grunnskólanemenda, sem og málþroska, hljóðkerfisvitund og læsi barna í leikskólum borgarinnar. Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir, sem sátu á fundinum sögðu það vera eitt helsta áhersluatriði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að gripið verði til aðgerða í því skyni að bæta kennslu í lestri og efla lesskilning í reykvískum skólum. Er sú staða…

Þjónustusamningi við skáta sagt upp

Úlfljótsvatn

Á fundi skóla- og frístundarráðs í gær var samþykkt tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundarsviðs að sagt yrði upp þjónustusamningi milli Reykjavíkurborgar og Útilífsmiðstöðvar skáta. Miðstöðin sem rekur skólabúðir að Úlfljótsvatni hefur verið í áratuga samstarfi við borgina og mótmæltu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins því á fundinum í gær. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, og Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, sátu fund skóla- og frístundarráðs í gær þar sem þau sögðu að samstarf Reykjavíkurborgar og Útilífsmiðstöðvarinnar hefði alltaf verið með ágætum. Þau bentu á að í samninginn vanti nokkur ákvæði svo hann sé í fyllsta samræmi við styrkjareglur Reykjavíkurborgar frá árinu 2012. Eðlilegt væri að umræddum ákvæðum yrði…

Stefnuleysi í styrkveitingum borgarráðs

Halldór og Júlíus Vífill

Á fundi borgarráðs í sl. viku lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu er varðar styrkveitingar borgarráðs. Óskipulag ríkir innan borgarráðs og styrkveitingar í ráðinu lúta engum reglum. Styrkir ráðsins eru veittir án auglýsinga og án þess að kynnt sé fyrirfram hvað ráðið vilji styrkja né hvort umsækjendur þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúar okkar í borgarráði, vilja auka gegnsæi og tryggja jafnræði er kemur að styrkveitingum í borgarráði og leggja til að borgarráð móti sér stefnu um styrkveitingar ráðsins. Tillögunni var frestað.