Stefnuleysi í styrkveitingum borgarráðs

Halldór og Júlíus Vífill

Á fundi borgarráðs í sl. viku lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu er varðar styrkveitingar borgarráðs.

Óskipulag ríkir innan borgarráðs og styrkveitingar í ráðinu lúta engum reglum. Styrkir ráðsins eru veittir án auglýsinga og án þess að kynnt sé fyrirfram hvað ráðið vilji styrkja né hvort umsækjendur þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúar okkar í borgarráði, vilja auka gegnsæi og tryggja jafnræði er kemur að styrkveitingum í borgarráði og leggja til að borgarráð móti sér stefnu um styrkveitingar ráðsins.

Tillögunni var frestað.