Þjónustusamningi við skáta sagt upp

Úlfljótsvatn

Á fundi skóla- og frístundarráðs í gær var samþykkt tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundarsviðs að sagt yrði upp þjónustusamningi milli Reykjavíkurborgar og Útilífsmiðstöðvar skáta. Miðstöðin sem rekur skólabúðir að Úlfljótsvatni hefur verið í áratuga samstarfi við borgina og mótmæltu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins því á fundinum í gær.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, og Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, sátu fund skóla- og frístundarráðs í gær þar sem þau sögðu að samstarf Reykjavíkurborgar og Útilífsmiðstöðvarinnar hefði alltaf verið með ágætum. Þau bentu á að í samninginn vanti nokkur ákvæði svo hann sé í fyllsta samræmi við styrkjareglur Reykjavíkurborgar frá árinu 2012. Eðlilegt væri að umræddum ákvæðum yrði bætt við í núverandi samning í samkomulagi milli aðila í stað þess að Reykjavíkurborg segi honum upp einhliða eins og fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hafa nú samþykkt. Vekur það sérstaka athygli að tillaga Sjálfstæðisflokksins um að afgreiðslu málsins yrði frestað til næsta fundar var felld þrátt fyrir að rík hefð sé fyrir því að orðið sé við slíkum óskum.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi