Vilja færa Einar Benediktsson

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á fundi borgarráðs í gær að færa styttu Ásmundar Sveinssonar af Einari Benediktssyni sem stendur á Klambratúni. Óskuðu þeir eftir því að styttan yrði færð mögulega til Borgartúns í nágrenni Höfða. Með nýrri staðsetningu verði styttan gerð sýnilegri og minningu skáldsins og athafnamannsins sýndur viðeigandi sómi en 150 ár eru nú liðin frá fæðingu hans.

Í samtali við Morgunblaðið segir Júlíus Vífill Ingvarsson að það sé merkilegt að ekki sé gert meira úr minningu Einars. „Hann var einn mesti skál­djöf­ur og at­hafnamaður þjóðar­inn­ar. Ak­ur­eyr­ing­ar gera meira úr sín­um skáld­um en við ger­um hér í Reykja­vík, af ein­hverj­um ástæðum, og tíma­bært að við minn­umst borg­ar­skáld­anna okk­ar. Við lögðum til í borg­ar­ráði að horft verði til Borg­ar­túns í ná­grenni Höfða við val á nýj­um stað fyr­ir stytt­una.“ bætir Júlíus Vífill við.

Hér má finna mynd af styttunni á Klambratúni.