Hjólför á Íslandi of djúp

malbik-prent

Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og varamaður Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði, ræddi við Reykjavík síðdegis í gær um dekk og djúp hjólför. Ólafur segir vegina á Íslandi vera illa malbikaða og tekur dæmi um hvernig aðrir vegir eru byggðir í Evrópu. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólaf hér.

Halldór endurkjörinn

Halldór á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var í dag endurkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á landsþingi sambandsins á Akureyri. Halldór hefur verið formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga síðan 2006. Talsverð endurnýjun var í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga en hér að neðan má finna aðal- og varamenn í stjórninni. ( Aðalmenn Varamenn Reykjavíkurkjördæmi Halldór Halldórsson Reykjavíkurborg (D) Áslaug M. Friðriksdóttir Reykjavíkurborg (D) Björk Vilhelmsdóttir Reykjavíkurborg (S) Skúli Þór Helgason Reykjavíkurborg (S) S. Björn Blöndal Reykjavíkurborg (Æ) Elsa Hr. Yeoman Reykjavíkurborg (Æ) Suðvesturkjördæmi Gunnar Einarsson Garðabæ (D) Haraldur Sverrisson Mosfellsbæ (D) Gunnar Axel Axelsson Hafnarfjarðarkaupstað (S) Margrét Lind Ólafsdóttir Seltjarnarnesbæ (S) Norðvesturkjördæmi Jónína Erna Arnardóttir Borgarbyggð (D) Ólafur G. Adolfsson Akraneskaupstað (D) Halla Sigríður Steinólfsdóttir Dalabyggð…

Börkur ræddi fréttir vikunnar

borkur_thorbjorg

Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúi, og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ræddu saman fréttir vikunnar í Bítinu í morgun. Hægt er að hlusta á spjallið við þau hér á vef Vísis.is Mynd: visir.is

Farið yfir málin á fundi Varðar

Lok fundar

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hélt fund með borgar- og varaborgarfultrúum Sjálfstæðisflokksins á þriðjudaginn sl. í Valhöll. Fulltrúarnir fengu öll stutta framsögu og af því loknu svöruðu þeir spurningum fundarmanna. Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar, stýrði fundinum. Halldór fór vel yfir þau helstu mál sem við höfum talað fyrir á síðustu borgarstjórnarfundum og í borgarráði. Fundurinn gekk mjög vel og var mikil og góð samstaða sem ríkti milli fundarmanna og borgarfulltrúanna. Borgarfulltrúarnir halda nú norður á Akureyri á Landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga en Halldór er einmitt formaður sambandsins. Hér að neðan eru nokkrar myndir af fundinum.

Staða félagslegra íbúða í Reykjavík

reykjavik_husnaedi_mynd2

Á borgarstjórnarfundi í síðustu viku var rætt um stöðu félagslegra leiguíbúða í Reykjavík. Halldór Halldórsson spurði borgarstjórnarsalinn í Ráðhúsinu af því hvernig ætlar meirihlutinn að standa við þau loforð um það að byggja 2500-3000 íbúðir í Reykjavík á næstu fimm árum? Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vara við því að skilgreindur verði nýr hópur leigjenda á markaði í félagslegri þörf eins og hugmyndir um svokölluð Reykjavíkurhús meirihlutans ganga út á. Mikilvægara er að forgangsraða aðgerðum þannig að félagslegu húsnæði fyrir þann hóp sem er í brýnni þörf fjölgi. Reykjavíkurborg á að tryggja að grundvöllur skapist fyrir öflugan leigumarkað þar sem einkaaðilar sjá hag…

Staða almannavarnamála í Reykjavík

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Við Íslendingar búum víða við náttúruvá af ýmsum toga. Víða þarf að gera ráðstafanir vegna ofanflóða hvort sem það eru skriður eða snjóflóð. Þá má reikna með sjávarflóðum og svo eru það jarðskjálftarnir og eldgosin. Lykilatriði gagnvart náttúruvá er undirbúningur, forvarnir, fræðsla, áætlanir og þjálfun sem allra flestra. Upplýsingar til almennings skipta sköpum um að viðbrögð við sérstakar aðstæður séu rétt af hendi sem flestra. Röng viðbrögð geta nefnilega breytt viðráðanlegu ástandi í óviðráðanlegt. Jarðhræringar og eldgos sem nú eru norðan Vatnajökuls rifja upp þá staðreynd að við búum við náttúrvá víða um landið. Þá vakna spurningar hjá mörgum um…

Eldgos í Reykjavík?

Halldór og Júlíus Vífill

Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar, lögðu fram fyrirspurn í borgarráði í gær um stöðu almannavarnamála í Reykjavík, höfuðborgarsvæði og nágrenni. Jarðhræringar og eldgos sem nú eru norðan Vatnajökuls vekja upp spurningar um viðbúnað og viðbrögð á þéttbýlasta svæði landsins. Sérstaklega óskuðu þeir eftir upplýsingum um hver staðan er varðandi forgreiningu á hættu af eldgosum, jarðskjálftum og sjávarflóðum og hvaða áhrif þau gætu haft á búsetusvæði sem og veitu- og samgöngumannvirki og þannig hið daglega líf hins almenna borgara. Óskuðu þeir eftir að fenginn verði sérfræðingur frá Almannavörnum á fund borgarráðs til að upplýsa um áhættumat fyrir höfuðbogarsvæðið og samstarf sveitarfélaga…

Beðið eftir niðurstöðum staðarvalsnefndar

Júlíus Vífill og Hildur Sverrisdóttir

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir, sátu hjá er samþykkt var að setja svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins í auglýsingu. Fulltrúi Framsóknar og flugvallavina sat einnig hjá. Ástæðan fyrir hjásetunni er sú að enn er ekki búið að finna flugvellinum framtíðarstaðsetningu. Staðarvalsnefnd undir stjórn Rögnu Árnadóttur starfar nú en vænta má niðurstöðu frá þeirri nefnd seinna á þessu ári. Þeim finnst tillagan að nýju svæðisskipulagi að mörgu leyti metnaðarfull og áhugaverð. Mikilvægur útgangspunktur skipulagsins er hins vegar að framtíðarstaðsetning innanlandsflugvallar verði ekki á núverandi stað. Nefnd sem skipuð var um staðarvalið hefur ekki enn lokið störfum en hefur…

Hár launakostnaður vegna veikinda

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Launakostnaður Reykjavíkurborgar hefur undanfarin ár verið mun hærri en áætlanir gera ráð fyrir vegna veikinda starfsmanna og álags vegna yfirvinnu og stórhátíða. Bara á velferðarsviði er líklegt að um 150 milljón króna skekkja sé vegna þessa í 6 mánaða uppgjöri sviðsins. Fleiri svið glíma við sama vanda, þannig að gera má ráð fyrir að samanlögð upphæð sé mun hærri á heildina litið. Málið var rætt á borgarstjórnarfundi í gær. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu tillögu á fundinum sem lagði til að borgarstjórn samþykki að gera sérstakt átak til að skoða gagngert hvernig megi bregðast við, skoða hvort veikindin séu vinnutengd og þá hvort…

Meira gagnsæi í stjórnsýsluna

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tvær tillögur um gagnsæi í borgarkerfinu á borgarstjórnarfundi í gær. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, fór fyrir tillögum sem snerist um aukið gagnsæi í stjórnsýslu og hins vegar um aukið gagnsæi við ráðstöfun almannafjár. Kjartan vill birta þau gögn sem eru lögð formlega fram á fundum nefnda og ráða borgarinnar á netinu ásamt fundargerðum svo þau eru sýnilegri almenningi. Einnig vill hann gera allar kostnaðargreiðslur borgarinnar sýnilegar almenningi á netinu. Í samtali við Morgunblaðið í morgun segir Kjartan að þetta sé endurflutningur á sambærilegum tillögum frá 2012 sem hafa verið samþykktar áður í borgarstjórn. „En svo bara gerist ekkert…