Aðalskipulag Reykjavíkur ekki tekið upp á ný

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030

Aðalskipulag Reykjavíkur verður ekki endurskoðað eftir að tillaga Sjálfstæðisflokksins var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að aðalskipulag Reykjvíkurborgar fyrir tímabilið 2010-2030 verði tekið til endurskoðunar eins og kveðið er á um í 35 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulagið er grunnur að borgarþróun næstu áratuga og því í anda lýðræðis og góðrar samvinnu við borgarbúa að fara í sjálfsagða skoðun á þeim atriðum sem hafa sætt hvað mestri gagnrýni. Ákvæði skipulagslaga byggja ekki síst á því að nýtt fólk sem kosið hefur verið til setu í sveitarstjórnum fái tækifæri til þess að koma að sínum hugmyndum í skipulagsmálum en einnig að tryggja að aðalskipulag sé lifandi plagg.