Kynna líkamsræktarstöð í Breiðholti

Breiðholtslaug

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, mun verða á opnum kynningarfundi í dag til að kynna fyrirhugaða líkamsræktarstöð við Breiðholtslaug. Á fundinum verður hugmyndin að baki verkefninu kynnt í stuttu máli og sýndar myndir af staðsetningu og útliti fyrirhugaðrar líkamsræktarstöðvar. Að því loknu gefst fundarmönnum kostur á að koma með fyrirspurnir og athugasemdir. 

Kjartan verður ásamt Sólveigu Valgeirsdóttur, forstöðumanns Breiðholtslaugar auk fulltrúa frá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Fundurinn hefst kl. 18:00 í dag, miðvikudaginn 10. september og verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni Austurbergi (gengið inn hjá Breiðholtslaug).

Fundurinn er haldinn á vegum sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti og íbúasamtakanna Betra Breiðholts.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: reykjavik.is