Halldór talar á opnum fundi á laugardaginn

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verður gestur opins málfundar Óðins á laugardaginn nk. en félagið hyggst halda vikulega málfundi á laugardagsmorgnum kl. 10:30 í vetur í Valhöll.

Á fundinum ætlar Halldór að fara yfir málefni borgarinnar og málefni líðandi stundar. Allir eru velkomnir.