Fyrsti málefnafundur Óðins

halldorh_eirikur_ingibjorg_odinsfundur

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, var gestur Málfundafélagsins á fyrsta málefnafundi þess í Valhöll á laugardainn sl. Halldór fór yfir stöðuna í borgarmálum og kom meðal annars inn á rekstur borgarinnar og benti þar á að mörg sveitarfélög hafa bætt rekstur sinn og að 14 sveitarfélög á landinu eru ekki að fullnýta útsvarið.

Reykjavík virðist ekki vera að ná að taka til í rekstrinum og skuldasöfnun borgarinnar er óviðunandi. Þá voru húsnæðismálin einnig rædd ásamt skipulagsmálum. Fundarmenn höfðu áhyggjur af útvistarsvæðum í borginni en þau ber að verja fyrir ágangi skipulagstillagna meirihlutans.
Stjórn Óðins þakkar Halldóri góðan fund og bendum á að fjölbreytt málefnastarf er í vændum í vetur þar sem félagið fær til sín góða gesti.