Beðið eftir niðurstöðum staðarvalsnefndar

Júlíus Vífill og Hildur Sverrisdóttir

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir, sátu hjá er samþykkt var að setja svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins í auglýsingu. Fulltrúi Framsóknar og flugvallavina sat einnig hjá. Ástæðan fyrir hjásetunni er sú að enn er ekki búið að finna flugvellinum framtíðarstaðsetningu. Staðarvalsnefnd undir stjórn Rögnu Árnadóttur starfar nú en vænta má niðurstöðu frá þeirri nefnd seinna á þessu ári.

Þeim finnst tillagan að nýju svæðisskipulagi að mörgu leyti metnaðarfull og áhugaverð. Mikilvægur útgangspunktur skipulagsins er hins vegar að framtíðarstaðsetning innanlandsflugvallar verði ekki á núverandi stað. Nefnd sem skipuð var um staðarvalið hefur ekki enn lokið störfum en hefur á meðan beðið um pólitískt svigrúm til að klára þá vinnu. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki innan nokkurra mánaða. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallavina í umhverfis- og skipulagsráði sitja því hjá við afgreiðsluna þar sem ekki er tímabært að skipulagið fari í auglýsingu fyrr en þeirri vinnu er lokið.