Staða félagslegra íbúða í Reykjavík

reykjavik_husnaedi_mynd2

Á borgarstjórnarfundi í síðustu viku var rætt um stöðu félagslegra leiguíbúða í Reykjavík. Halldór Halldórsson spurði borgarstjórnarsalinn í Ráðhúsinu af því hvernig ætlar meirihlutinn að standa við þau loforð um það að byggja 2500-3000 íbúðir í Reykjavík á næstu fimm árum?

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vara við því að skilgreindur verði nýr hópur leigjenda á markaði í félagslegri þörf eins og hugmyndir um svokölluð Reykjavíkurhús meirihlutans ganga út á. Mikilvægara er að forgangsraða aðgerðum þannig að félagslegu húsnæði fyrir þann hóp sem er í brýnni þörf fjölgi. Reykjavíkurborg á að tryggja að grundvöllur skapist fyrir öflugan leigumarkað þar sem einkaaðilar sjá hag sinn í því að byggja upp góðan og traustan leigumarkað í borginni. Þannig eru málefni hins almenna leigumarkaðar leyst án aðkomu borgarsjóðs með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur.

Hér er hægt að hlusta á umræður borgarstjórnar um félagslegar leiguíbúðir.