Farið yfir málin á fundi Varðar

Lok fundar

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hélt fund með borgar- og varaborgarfultrúum Sjálfstæðisflokksins á þriðjudaginn sl. í Valhöll. Fulltrúarnir fengu öll stutta framsögu og af því loknu svöruðu þeir spurningum fundarmanna. Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar, stýrði fundinum.

Halldór fór vel yfir þau helstu mál sem við höfum talað fyrir á síðustu borgarstjórnarfundum og í borgarráði. Fundurinn gekk mjög vel og var mikil og góð samstaða sem ríkti milli fundarmanna og borgarfulltrúanna. Borgarfulltrúarnir halda nú norður á Akureyri á Landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga en Halldór er einmitt formaður sambandsins.

Hér að neðan eru nokkrar myndir af fundinum.

Óttarr, Halldór, Kjartan og Marta

Óttarr, Halldór, Kjartan og Marta

Börkur og Björn, varaborgarfulltrúar

Börkur og Björn, varaborgarfulltrúar

Marta, Júlíus Vífill, Áslaug María, Hildur og Kristinn Karl

Marta, Júlíus Vífill, Áslaug María, Hildur og Kristinn Karl

Matthildur, Bryndís, Þórður, Óttarr, Halldór, Kjartan og Marta

Matthildur, Bryndís, Þórður, Óttarr, Halldór, Kjartan og Marta