Halldór endurkjörinn

Halldór á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var í dag endurkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á landsþingi sambandsins á Akureyri.

Halldór hefur verið formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga síðan 2006.

Talsverð endurnýjun var í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga en hér að neðan má finna aðal- og varamenn í stjórninni. (

Aðalmenn

Varamenn

Reykjavíkurkjördæmi
Halldór Halldórsson Reykjavíkurborg (D) Áslaug M. Friðriksdóttir Reykjavíkurborg (D)
Björk Vilhelmsdóttir Reykjavíkurborg (S) Skúli Þór Helgason Reykjavíkurborg (S)
S. Björn Blöndal Reykjavíkurborg (Æ) Elsa Hr. Yeoman Reykjavíkurborg (Æ)
Suðvesturkjördæmi
Gunnar Einarsson Garðabæ (D) Haraldur Sverrisson Mosfellsbæ (D)
Gunnar Axel Axelsson Hafnarfjarðarkaupstað (S) Margrét Lind Ólafsdóttir Seltjarnarnesbæ (S)
Norðvesturkjördæmi
Jónína Erna Arnardóttir Borgarbyggð (D) Ólafur G. Adolfsson Akraneskaupstað (D)
Halla Sigríður Steinólfsdóttir Dalabyggð (V) Ragnar Frank Kristjánsson Borgarbyggð (V)
Norðausturkjördæmi
Gunnhildur Ingvarsdóttir Fljótsdalshéraði (B) Gunnlaugur Stefánsson Norðurþingi (B)
Eiríkur Björn Björgvinsson Akureyrarkaupstað (Óháður) Kristín Gestsdóttir Fjarðabyggð (D)
Suðurkjördæmi
Aldís Hafsteinsdóttir Hveragerðisbæ (D) Páll Marvin Jónsson Vestmannaeyjabæ (D)
Ísólfur Gylfi Pálmason Rangárþingi eystra (B) Bryndís Gunnlaugsdóttir Grindavíkurbæ (B)

Heimild: samband.is