Afgreiðsla máls tók rúmlega 3 ár

Halldór og Júlíus Vífill

Á borgarstjórnarfundi í gær fór fram umræða um áfangaskýrslu umboðsmanns borgarbúa. Embætti umboðsmanns borgarbúa var stofnað á borgarstjórnarfundi í maí 2012. Umboðsmaður borgarbúa á að leiðbeina íbúum í samskiptum þeirra við embætti og stofnanir borgarinnar og veita þeim ráðgjöf um rétt sinn. Í skýrslunni sem talað var um á fundinum í dag segir að í upphafi var áætlað að á bilinu 60-100 mál myndu berast embættinu á tilraunatímabilinu en heildarfjöldi mála endaði í 423. „Af málafjölda má ráða að þörf hafi verið fyrir að taka á ýmsum málum í stjórnsýslunni. En spurningin er áleitin um hvort þörf hafi verið á sérstökum umboðsmanni…

Fylgstu með okkur á Twitter

twitter

Við erum líka á Twitter, @xdreykjavik. Á Twitter munum við tísta frá borgarstjórnarfundum í vetur ásamt því að setja inn fréttir ásamt myndum. Ef þú ert ekki ennþá með aðgang á Twitter að þá legg ég til að þú fáir þér aðgang og fylgist með okkur. Allir borgarfulltrúarnir eru á Twitter: Halldór – @HalldorRvk Júlíus Vífill – @JuliusVifill Kjartan – @KjartanMag Áslaug María – @aslaugf Varaborgarfulltrúar: Hildur – @hildursverris Marta – @MartaGudjonsdot Börkur – @borkurg Björn – [Ekki með aðgang] Vörður, fulltrúaráðið okkar í Reykjavík er einnig á Twitter, @VordurXD Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokksins er einnig á Twitter, @sigurbjornsson Tweets by @xdreykjavik

Borgarstjórnarfundur í dag

Kjartan Magnússon í borgarstjórn

Klukkan 14:00 í dag fer fram þriðji borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. Dagskrá fundarins er hér að neðan. Beina útsendingu af fundinum má nálgast hér. Dagskrá á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur þriðjudaginn 16. september 2014 í Ráðhúsi Reykjavíkur, kl. 14.00 1. Tillaga að framlengingu verkefnis um umboðsmann borgarbúa og umræða um áfangaskýrslu (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 2. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðbrögð vegna veikinda starfsmanna 3. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið gagnsæi við ráðstöfun almannafjár 4. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að auka gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og bæta upplýsingamiðlun til almennings 5. Umræða um félagslegar leiguíbúðir í Reykjavík (að…

Fyrsti málefnafundur Óðins

halldorh_eirikur_ingibjorg_odinsfundur

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, var gestur Málfundafélagsins á fyrsta málefnafundi þess í Valhöll á laugardainn sl. Halldór fór yfir stöðuna í borgarmálum og kom meðal annars inn á rekstur borgarinnar og benti þar á að mörg sveitarfélög hafa bætt rekstur sinn og að 14 sveitarfélög á landinu eru ekki að fullnýta útsvarið. Reykjavík virðist ekki vera að ná að taka til í rekstrinum og skuldasöfnun borgarinnar er óviðunandi. Þá voru húsnæðismálin einnig rædd ásamt skipulagsmálum. Fundarmenn höfðu áhyggjur af útvistarsvæðum í borginni en þau ber að verja fyrir ágangi skipulagstillagna meirihlutans. Stjórn Óðins þakkar Halldóri góðan fund og…

Ekkert samráð við borgarbúa í Borgartúni

borgartun28

Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn sl. voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óánægðir með að enginn íbúafundur yrði haldinn í Borgartúni vegna breytinga á deiliskipulagi á Borgartúni 28 og 28a. Lagt var til í borgarráði fyrir 3 vikum síðan af hálfu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að borgarráð fæli umhverfis- og skipulagsráði að halda opinn upplýsinga- og samráðsfund vegna breytinga á deiliskipulagi á lóð nr. 28 og 28a við Borgartún. Deiliskipulagið yrði ekki afgreitt fyrr en að loknum þeim fundi. Tillögunni var frestað á þeim fundi og var borin upp aftur í borgarráði nú á fimmtudaginn. Sambærileg tillaga var lögð fram í umhverfis- og skipulagsráði þann…

Halldór talar á opnum fundi á laugardaginn

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verður gestur opins málfundar Óðins á laugardaginn nk. en félagið hyggst halda vikulega málfundi á laugardagsmorgnum kl. 10:30 í vetur í Valhöll. Á fundinum ætlar Halldór að fara yfir málefni borgarinnar og málefni líðandi stundar. Allir eru velkomnir.

Kynna líkamsræktarstöð í Breiðholti

Breiðholtslaug

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, mun verða á opnum kynningarfundi í dag til að kynna fyrirhugaða líkamsræktarstöð við Breiðholtslaug. Á fundinum verður hugmyndin að baki verkefninu kynnt í stuttu máli og sýndar myndir af staðsetningu og útliti fyrirhugaðrar líkamsræktarstöðvar. Að því loknu gefst fundarmönnum kostur á að koma með fyrirspurnir og athugasemdir.  Kjartan verður ásamt Sólveigu Valgeirsdóttur, forstöðumanns Breiðholtslaugar auk fulltrúa frá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Fundurinn hefst kl. 18:00 í dag, miðvikudaginn 10. september og verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni Austurbergi (gengið inn hjá Breiðholtslaug). Fundurinn er haldinn á vegum sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti og íbúasamtakanna Betra Breiðholts.                …

Minnihlutinn fær sæti

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Á borgarstjórnarfundi í síðustu viku gerðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins athugasemd við af hverju að minnihlutinn (Sjálfstæðisflokkurinn + Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir) fái ekki sæti í ferlinefnd fatlaðra. Samkvæmt samþykktum nefndarinnar er ferlinefnd fatlaðs fólks skipuð 6 fulltrúum og jafnmörgum til vara. Borgarráð kýs einn fulltrúa sem skal vera borgarfulltrúi eða varaborgarfulltrúi sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar. Öryrkjabandalag Íslands tilnefnir þrjá fulltrúa og skal í tilnefningunni taka tillit til mismunandi aðgengisþarfa, svo sem aðgengi hreyfihamlaðra, sjónskertra og blindra. Þroskahjálp tilnefnir einn fulltrúa og Félag eldri borgara tilnefnir einn fulltrúa. Ferlinefnd mótar stefnu í ferlimálum, tekur ákvarðanir og gerir tillögur til umhverfis- og skipulagsráðs sem varða verksvið hennar….

Gjaldskrá stýrir ákvörðunum foreldra

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

„Foreldrum er stýrt frá dagforeldrum og inn á leikskólana með gjaldskrám borgarinnar,“ sagði Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi í fyrradag. Áslaug bendir á að dagforeldrakerfið sé mun ódýrara úrræði en að reka leikskóla. Með hverju barni á ungbarnaleikskóla greiði borgin 110-140 þúsund krónur en 46 þúsund hjá dagforeldrum. Þannig er mun dýrara að hafa barn hjá dagforeldri. „Það er hægt að lækka kostnað foreldra og borgarinnar með því að styrkja dagforeldrakerfið,“ segir Áslaug en hún hefur áhyggjur af dagforeldrastéttinni vegna fækkunar barna sem hljóti að tengjast gjaldskránni. „Eðlilegt er að foreldrar sem kjósa að nýta úrræði sem ódýrari eru…

Gagnrýniverður meirihlutasamningur

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Í dag[2. sept] sátum við okkar fyrsta fund í borgarstjórn eftir sumarfrí. Þetta er því minn annar borgarstjórnarfundur frá kosningum í vor. Nefndir og ráð hafa starfað í sumar og fundar t.d. borgarráð því sem næst vikulega yfir sumarið en að jafnaði vikulega allt árið. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði höfum flutt þar tillögur um endurskoðun aðalskipulags, að unnin verði stefnumótun í styrkjamálum borgarráðs, lagt fram gagnrýni á kostnað við stofnun nýs stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, gagnrýni á 6 mánaða uppgjör borgarsjóðs og fyrirtækja ásamt fleiru sem við fylgjum svo eftir í borgarstjórn. Bara borgarrekstur Mestur tími á þessum borgarstjórnarfundi fór í…