Aðalskipulag Reykjavíkur ekki tekið upp á ný

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030

Aðalskipulag Reykjavíkur verður ekki endurskoðað eftir að tillaga Sjálfstæðisflokksins var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að aðalskipulag Reykjvíkurborgar fyrir tímabilið 2010-2030 verði tekið til endurskoðunar eins og kveðið er á um í 35 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagið er grunnur að borgarþróun næstu áratuga og því í anda lýðræðis og góðrar samvinnu við borgarbúa að fara í sjálfsagða skoðun á þeim atriðum sem hafa sætt hvað mestri gagnrýni. Ákvæði skipulagslaga byggja ekki síst á því að nýtt fólk sem kosið hefur verið til setu í sveitarstjórnum fái tækifæri til þess að koma að sínum hugmyndum í…

Ótrúverðugt plagg

Áslaug María í borgarstjórn

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu samstarfssáttmála meirihlutans á borgarstjórnarfundi í gær. Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, var harðorð í garð meirihlutans og sagði að samstarfssáttmálinn væri „ekki á neinn hátt trúverðugur“. Áslaug nefndi ma. að áhrif Vinstri grænna séu greinilega mikil á samstarfið. Orðum sínum til stuðnings vísaði hún í bókanir á fundi velferðarráðs þar sem Samfylking og Björt framtíð hafi tekið skoðanalegan viðsnúning frá fyrra kjörtímabili þar sem þeir gátu ekki tekið undir niðurstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um skilyrðingar og fjárhagsaðstoð. Þar kemur fram að erlendar rannsóknir bendi eindregið til að skilyrðingar hafi ótvíræð áhrif við að hvetja viðtakendur fjárhagsaðstoðar til þess…

Slæleg framganga í skólamálum á síðasta kjörtímabili

Kjartan Magnússon í borgarstjórn

Á borgarstjórnarfundi í gær gagnrýndu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samstarfssáttmála meirihlutans. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, sagði að ekki ætti að dæma nýjan borgarstjórnarmeirihluta eftir samstarfssáttmálanum heldur á grundvelli verka hans. Í sáttmálanum segði t.d. að gagnsæi, upplýsingagjöf og aukið lýðræði yrðu eitt af meginverkefnum kjörtímabilsins. Fyrstu skref meirihlutans lofuðu hins vegar ekki góðu eins og meðfylgjandi dæmi sýndi: Nokkrum dögum eftir að nýi meirihlutinnn tók við völdum í júní sl. lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að tölur um afköst Hellisheiðarvirkjunar yrðu gerð aðgengileg almenningi enda væri löng hefð fyrir því að slíkar tölur væru birtar. Stjórnarmenn Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og VG í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur…

Konur fá minni verkefni og lægri laun

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu samstarfssáttmála meirihlutans á borgarstjórnarfundi í gær. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, talaði um stofnun nýs stjórnkerfis- og lýðræðisráðs og sagði að gera megi ráð fyrir að kostnaður við þetta nýja ráð verði í kringum 150-200 milljónir á kjörtímabilinu. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð verður sett í hóp stærstu málaflokka borgarinnar ásamt velferðar-, skipulags- og skólamálum. Hæstu nefndarlaun eru greidd fyrir setu í þessum ráðum enda fundir gjarnan langir og undirbúningur talsverður. Athygli vekur að af fimm fastanefndum í fyrsta flokki hefur einungis ein kona valist til forystu en það er formennska í velferðarráði. Í formannastólum allra hinna ráðanna sitja karlmenn….

Lítill fókus á rekstur borgarinnar

halldorh_borgarstjorn0209

Á borgarstjórnarfundi í gær var samstarfssáttmáli meirihlutans á dagskrá. Allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru í pontu og gagnrýndu sáttmálann. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, benti á að einungis væri talað um borgarsjóð á einum stað og ekkert að öðru leyti um rekstur borgarinnar í samstarfssáttmálanum. Hann lýsti yfir áhyggjum sínum yfir rekstrarstöðu borgarinnar. Halldór vísaði í McKinsey skýrsluna sem samstarfsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi vinnur eftir, sem segir nauðsynlegt að minnka hið opinbera kerfi og það þarf að gerast í áföngum á mörgum árum. Halldór spurði einnig hvort að Píratar myndu ekki beita sér fyrir að viðhafa opnari og lýðræðislegri…

Nýtt ráð í borginni of dýrt

Halldór og Júlíus Vífill

Nýstofnað stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar verður kostnaðarsamt fyrir borgarbúa. Þetta segja Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, sem sitja í borgarráði fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Á fundi borgarráðs í síðustu viku spurðust þeir fyrir um kostnað þessarar nýju nefndar en formaður nefndarinnar verður Halldór Auðar Svanson, oddviti Pírata. Það er mikilvægt að stjórnkerfi borgarinnar sé ekki blásið út í þeim tilgangi að skapa stöður fyrir stjórnmálamenn. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð fer þá í hóp borgarráðs, umhverfis- og skipulagsráðs, skóla- og frístundaráðs og velferðarráðs í ráð sem eru í flokki 1 og telst því nýja ráðið eitt af stærri ráðum borgarinnar. Sem dæmi…

Fyrsti borgarstjórnarfundur í dag eftir sumarfrí

Jómfrúarræða Halldórs

Fyrsti borgarstjórnarfundur eftir sumarfrí fer fram í dag kl. 14:00 en borgarstjórnarfundir eru reglulega haldnir annan hvorn þriðjudag klukkan 14:00. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Dagskrá fundarins 1. Umræða um samstarfsyfirlýsingu Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata 2. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkurborgar 2010-2030 með vísan til 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 3. Umræða um velviljaðar lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar og framsal á þeim (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina) 4. Umræða um stöðu dagforeldra í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) 5. Sala á Laugavegi 4-6 og Skólavörðustíg 1a, sbr. 9. lið…

Hjólað í vasa skattgreiðenda

KristinnKarl

Borgarráð samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 14. ágúst sl. að skipaður yrði starfshópur sem á að skoða möguleikann á því að koma á laggirnar hjólaleigukerfi í Reykjavík, eftir atvikum á höfuðborgarsvæðinu, eins og fram kemur í samstarfsyfirlýsingu borgarstjórnar. Á vef Reykjavíkurborgar kemur eftirfarandi fram um starfssvið hópsins: „Hjólaleigur eða Bike Sharing Systems hafa tryggt sér sess í fjölmörgum borgum erlendis þar sem lögð er áhersla á vistvænar samgöngur. Tilgangur þeirra er að veita fólki aðgang að hjóli fyrir ferðir sínar innan borgarmarkanna, á fyrirfram tilgreindum stöðum. Borgarbúar geta tekið hjól á einum stað og skilað því af sér á öðrum…

Gjaldskylda hefst kl. 09

bilastaedasjodur_fb

Í tilkynningu frá Bílastæðasjóð segir að gjaldskylda muni nú hefjast frá kl. 09 á gjaldsvæðum 1-3 í stað kl. 10. Gjaldskylda á gjaldsvæði 4 helst óbreytt en hún er frá 08-16. Sjá má færslu Bílastæðasjóðs á Facebook hér að neðan.