Grunnskólabörn fái að stunda nám í framhaldsskólaáföngum

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að nemendur í efstu bekkjum mega stunda nám í framhaldsskólaáföngum í fjarnámi samhliða námi sínu í grunnskóla. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, fór fyrir tillögunni.

Tillagan var svohljóðandi:

Lagt er til að Reykjavíkurborg hefji viðræður við ríkið um að nemendum í efstu bekkjum grunnskólans standi til boða á nýjan leik að stunda nám í framhaldsskólaáföngum í fjarnámi samhliða námi sínu í grunnskóla sér að kostnaðarlausu. Markmiðið er að þessum aldurshópi standi til boða fjölbreyttra námsval í því augnamiði að koma enn betur til móts við einstaklingsmiðað nám. Grunnskólar gætu jafnframt nýtt þennan möguleika til að bjóða upp á fjölbreyttara val í 10. bekk og aukin samfella myndi skapast milli skólastiga.

Tillögunni var vísað til skóla- og frístundarráðs til frekari umræðu.