Ekki sektað á kappleikjum

Kjartan og Marta

Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Íþrótta- og tómstundaráði lögðu fram tillögu á síðasta fundi ÍTR sem kemur að bílastæðavanda vegna íþróttakappleikja á keppnisleikvöngum eða annarra stærri atburða.

Þau lögðu til á fundinum að Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að efna til viðræðna milli borgaryfirvalda, Íþróttabandalags Reykjavíkur og lögreglunnar vegna bílastæðavanda við keppnisleikvanga og íþróttahús íþróttafélaganna í borginni. Framkvæmdastjóra ÍTR er falið að setja starfshóp á laggirnar með fulltrúum frá þessum aðilum, sem kortleggi vandamálið og komi með tillögur til úrbóta. Skoðað verði sérstaklega að heimila lagningu bifreiða á ákveðnum svæðum nálægt íþróttaleikvöngum við sérstakar aðstæður, þ.e. meðan á fjölsóttum íþróttaleikjum stendur. Í starfi hópsins verði rík áhersla lögð á samráð og samvinnu við öll hverfisíþróttafélög borgarinnar. Stefnt skal að því að hópurinn skili áliti ásamt tillögum til úrbóta fyrir 1. apríl 2015.

Tillögunni var frestað.

Nútíminn vakti athygli á málinu í vikunni.