Fundur í Vesturbæ í dag

hofsvallagata

Klukkan 17:30 í dag munu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fara yfir stöðuna í skipulagsmálum Vesturbæjar á opnum fundi í safnaðarheimilinu í Neskirkju. Fundurinn er á vegum Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi.
Þetta er kjörið tækifæri til að fá yfirsýn yfir núverandi áætlanir um uppbyggingu og þéttingu byggðar og ræða ýmis mál tengd þeim sem snerta okkur vesturbæinga.

Gestir fundarins eru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir.

Allir velkomnir, kaffi á könnunni.

Skoðaðu viðburðinn á Facebook.