Bættan göngustíg við Jötnaborgir

jotnaborgir

Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar, lögðu fram tillögu í borgarráði í gær þar sem þeir vildu malbika göngustíg milli Jötnaborga og Bættaborga í Grafarvogi.

Tillagan var svohljóðandi: Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að lagður verði göngustígur frá malbikuðum göngustíg sem liggur milli Vættaborga og Jötnaborga og niður að götu við Jötnaborgir, til að koma í veg fyrir skemmdir og slysahættu. Á umræddu svæði hefur myndast troðningur sem gangandi og hjólandi vegfarendur nýta sér til að komast á milli götunnar og malbikaða stígsins. Í rigningu rennur vatn niður troðninginn og leysir upp jarðveg sem hefur valdið óþrifum og skemmdum á gangstétt meðfram lóð Jötnaborga 12. Þá veldur ruðningurinn hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, ekki síst þegar snjór og klaki safnast þar fyrir á vetrum.

Tillögunni var frestað á fundinum.

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi


Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi