Fjölmenni á fundi um flugvöllinn

flugvollur_neydarbraut_hildarendi

Mikill hiti hefur skapast í kringum umræður um byggingu á Valssvæðinu og hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mótmælt því að deiliskipulagið þar sé samþykkt þar sem enn er nefnd að störfum um staðarval flugvallarins. Ekki er ljóst hvenær hún muni skila niðurstöðum en vonandi að það verði á næstu sex mánuðum. Í gærkvöldi var haldinn fundur á vegum samtakanna Hjartað í Vatnsmýri og var hann vel sóttur. Samtökin hafa barist fyrir því að flugvöllurinn sé og verði í Vatnsmýri. Sjá nánar frétt um fundinn hér á vef mbl.is.

Afgreiða átti skipulagið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í morgun en það var ekki gert og var málinu frestað.

Fulltrúarnir okkar hafa verið duglegir að tjá sig á samfélagsmiðlum um málið eins og má sjá hér að neðan.

Svo eru hér nokkrar myndir af fundinum.