Fundur í Vesturbæ í dag

hofsvallagata

Klukkan 17:30 í dag munu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fara yfir stöðuna í skipulagsmálum Vesturbæjar á opnum fundi í safnaðarheimilinu í Neskirkju. Fundurinn er á vegum Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi. Þetta er kjörið tækifæri til að fá yfirsýn yfir núverandi áætlanir um uppbyggingu og þéttingu byggðar og ræða ýmis mál tengd þeim sem snerta okkur vesturbæinga. Gestir fundarins eru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Allir velkomnir, kaffi á könnunni. Skoðaðu viðburðinn á Facebook.

Grásleppuskúrarnir verði endurgerðir

Júlíus og Marta

Á fundi menningar- og ferðamálaráðs á mánudaginn sl. var samþykkt samhljóða tillaga Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Mörtu Guðjónsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði um að endurgera þyrfti Grásleppuskúrana við Grímstaðarvör en þeir eru einhverjar elstu minjar um smábáta útgerð í Reykjavík. Skúr­arn­ir og vör­in hafa mikið gildi fyr­ir menn­ing­ar- og at­vinnu­sögu Reykja­vík­ur og því mik­il­vægt að vinna að varðveislu þeirra á ný. Eng­in vinna við end­ur­gerð skúr­anna fór fram á síðasta kjör­tíma­bili. Lagt var til af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í ráðinu að starfs­hóp­ur í sam­vinnu við Borg­ar­sögu­safn Reykja­vík­ur og um­hverf­is- og skipu­lags­svið verði skipaður til að koma með til­lög­ur að end­ur­gerð…

Heimsóttu Kaffihús Vesturbæjar

halldor_aslaug

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins heimsóttu nýtt kaffihús í Vesturbænum, Kaffihús Vesturbæjar, eftir borgarstjórnarfund í síðustu viku. Kaffihús Vesturbæjar er staðsett á Hofsvallagötu við hliðiná Gamla Apótekinu í Vesturbæ. Kaffihúsið sem Vesturbæingar hafa vel fagnað lýtur mjög vel út og eru fyrstu dagar þess vel sóttir samkvæmt því sem við heyrum. Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem stendur á bakvið kaffihúsið. Matseðillinn var því miður ekki tilbúinn þegar við mættum á svæðið en drykkirnir voru góðir. @xdreykjavik Og hvað? Á ekkert að gefa neina einkunn? — Kaffihús Vesturbæjar (@kaffivest) October 7, 2014 @kaffivest Frábærir drykkir. Bíðum spennt eftir matseðlinum. —…

Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

halldor_samband

Borgarfulltrúar allra flokka sátu í dag og í gær á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fór fram á Hilton Nordica Hotel í Reykjavík. Sambands íslenskra sveitarfélaga sér um ráðstefnuna en á ráðstefnuna koma borgar-, bæjar- og héraðsfulltrúar af öllu landinu. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og jafnframt formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setti ráðstefnuna í gærmorgun en hann fór yfir nokkur mál sem að sveitarfélögin glíma við um þessar mundir. Hann minnti meðal annars á þá þversögn sem sveitarfélögin standa frammi fyrir sem er krafan um að minnka hið opinbera kerfi um leið og þjónustuþörfin eykst til dæmis vegna fjölgunar aldraðra.  Hann benti á…

Fagna stofnun Friðarseturs

Halldór og Júlíus Vífill

Á borgarráðsfundi í gær var samþykkt að stofna Friðarsetur í samstarfi við Alþjóðmálastofnun Háskóla Íslands. Friðarsetrið hafi það að markmiði að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig Reykjavík geti unnið að friði hér heima og að heiman. Með starfi Friðarseturs verði stuðlað að uppbyggilegum samskiptum, minnkandi ofbeldi milli einstaklinga og friðsamlegum samskiptum ríkja og alþjóðastofnana. Auk þess verði unnið að því að auka almennt þekkingu á því hvernig megi stuðla að friði með fræðslu og stuðningi við rannsóknir. Friðarsetur yrði þannig vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf, skipulag viðburða, ráðgjöf og fræðslu á sviði friðarmála, með…

Grunnskólabörn fái að stunda nám í framhaldsskólaáföngum

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að nemendur í efstu bekkjum mega stunda nám í framhaldsskólaáföngum í fjarnámi samhliða námi sínu í grunnskóla. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, fór fyrir tillögunni. Tillagan var svohljóðandi: Lagt er til að Reykjavíkurborg hefji viðræður við ríkið um að nemendum í efstu bekkjum grunnskólans standi til boða á nýjan leik að stunda nám í framhaldsskólaáföngum í fjarnámi samhliða námi sínu í grunnskóla sér að kostnaðarlausu. Markmiðið er að þessum aldurshópi standi til boða fjölbreyttra námsval í því augnamiði að koma enn betur til móts við einstaklingsmiðað nám. Grunnskólar gætu jafnframt nýtt þennan…

Mótmælti afgreiðslu án umræðu

Hildur Sverrisdóttir

Hildur Sverrisdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnkerfis- og lýðræðisráði, sat hjá við afgreiðslu um tillögu borgarritara um framkvæmd Betri hverfa 2015 þar sem eðlileg umræða og afgreiðsla ráðsins um málið hefur ekki farið fram. Hildur bókaði um málið á fundinum og sagði að samkvæmt samþykktum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs var ráðið sett á laggirnar meðal annars til að gera tillögur að íbúalýðræði. Frá því að ráðið var skipað í júní hefur ekki verið sett á dagskrá ráðsins úttekt eða tillögur að fyrirkomulagi íbúakosningarinnar sem kallast Betri hverfi. Þrátt fyrir það er sett fyrir ráðið afgreiðsla á framkvæmd þeirrar kosningar fyrir næsta ár. Það…

Vilja draga úr slysahættu gangandi og hjólandi vegfarenda

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Á borgarstjórnarfundi í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að sérstakt átak yrði gert til að draga úr slysahættu gangandi og hjólandi vegfarenda. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, talaði fyrir tillögunni á borgarstjórnarfundi. „Það er mikið misræmi í milli sveitarfélaga hér á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar frágang á gangbrautum og í þeim efnum rekur Reykjavíkurborg því miður lestina. Í útfærslum gangbrauta í borginni er ekki farið að gildandi reglum og víða eru engar merkingar hvorki skilti, götumerkingar eða lýsing. Slysatölur sýna að við verðum að gera átak í þessum efnum. Flest slys á gangandi og hjólandi vegfarendum eru þegar verið er að þvera…

Borgarstjórnarfundur kl. 14

radhusrvk

Fyrsti borgarstjórnarfundur októbermánaðar er í dag kl. 14:00. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Tillaga Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um endurskoðun á hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sérstakt átak til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda 3. Umræða um mikilvægi þess að fjárfesta í nýsköpun, tækni og rannsóknum í velferðarmálum (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) 4. Umræða um aðild að sáttmála sveitarfélaga um aðlögun að loftslagsbreytingum, sbr. samþykkt borgarráðs 2. október sl. 5. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðgang 10. bekkinga að framhaldsnámi 6. Fundargerð borgarráðs frá 18. september 7. Fundargerð borgarráðs frá 2. október 8. Fundargerð forsætisnefndar frá 3. október Fundargerð íþrótta-…

Leiknir fái betri keppnisvöll

leiknir

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í íþrótta- og tómstundaráði lögðu fram tillögu á fundi sínum fyrir helgi sem sneri af því að keppnisvöllur Leiknis myndi fullnægja kröfum Knattspyrnusambands Íslands.  Lagt er til að áhorfendaaðstaða, fjölmiðlastúka, varamannaskýli o.s.frv. verði endurbætt vegna þess að Leiknir R. komst upp í Úrvalsdeild karla nú á dögunum. Áhorfendastúka félagsins tekur 432 sæti en Knattspyrnusamband Íslands gerir ráð fyrir því að að lágmarki séu lið með 500 sæti vegna leikja í efstu deild. Lagt var til að íþrótta- og tómstundaráð myndi ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir áður en Leiknir hefur keppni í efstu deild sumarið 2015.