Vilja ekki Björgun í Sundahöfn

Björgun

Björn Jón Bragason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hverfisráði Laugardals, lagðist gegn þeim hugmyndum að færa Björgun í Sundahöfn. Björgun sem stendur í dag við Sævarhöfða mun flytja þaðan innan næstu tveggja ára þar sem samningur þeirra við Reykjavíkurborg rennur út eftir uþb. 2 ár. Hverfisráð Laugardals leggst alfarið gegn öllum hugmyndum um flutning Björgunar í Sundahöfn. Hverfisráð telur að starfsemi á borð við starfsemi Björgunar eigi ekki heima í nánd við íbúabyggð og leggur áherslu á aðkomu hverfisráðs að skipulagningu og undirbúningi að hugmyndum af þessu tagi. Allt hverfisráðið tók undir og samþykkti bókunina.

Málefni Víkings til umræðu

vikingur_reykjavik

Á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag báðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um umræður um íþrótta- og æskulýðsmál í Fossvogi og Bústaðahverfi. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, var frummælandi umræðunnar. Kjartan fagnaði því að viðræður við Knattspyrnu Víking varðandi viðhaldsmál, húsnæðismál, skipulagsmál o.s.frv. sem samþykkt var í borgarráði 6. nóvember sl. og fagnaði hann því að útfærsla málsins sé unnin í samráði við Kópavogsbæ. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að staðið verði við fyrirheit sem Reykjavíkurborg gaf Víkingi í júlí 2008 um stækkun athafnasvæðis félagsins eftir að leigusamningur um lóð við Stjörnugróf rennur út árið 2016. Er því lagst gegn því að umræddur lóðarleigusamningur verði framlengdur og skýr fyrirvari…

Vill að borgarstjórn samþykki áfengisfrumvarpið

Hildur Sverrisdóttir

Á fundi borgarstjórnar í gær lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram ályktunartillögu sem snýr að því að skora á Alþingi að samþykkja áfengisfrumvarpið svokallaða. Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi talaði fyrir tillögunni en Hildur vísaði ma. í aðalskipulag Reykjavíkurborgar en samkvæmt því skuli stuðla að því að dagleg verslun og þjónusta sé í sem mestri nálægð við íbúana svo hverfin séu sem sjálfbærust. Hún sagði að mikilvægur þáttur í því væri að hægt sé að versla svo algenga neysluvöru sem áfengi er í hverfunum sjálfum í almennum verslunum en ekki sé nauðsynlegt að sækja hana í öðrum hverfum í útjöðrum borgarinnar. Slíkt fyrirkomulag vinni gegn…

Gleymum ekki atvinnulífinu

reykjavik_husnaedi_mynd2

Húsnæðisuppbygging Reykjavíkurborgar var tekin til umræðu á borgarstjórnarfundi í gær. Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi að ekki sé meira tillit tekið til atvinnulífsins og að meirihlutinn sé að gleyma atvinnulífinu, eingöngu sé einblínt á lóðir fyrir íbúðarhúsnæði en skortur er á lóðum fyrir atvinnulífið. Það er eingöngu einblínt á lóðir fyrir íbúðarhúsnæði sem er mikilvægt en það þarf að sinna atvinnulífinu líka því atvinnulífið er grunnurinn að búsetu og lífsgæðum í borginni. Hann talaði einnig um að stærri hópur vildi eiga sitt húsnæði og það væri mjög mikilvægt að stuðla að því að fólk geti keypt húsnæði á sómasamlegu verði. Fólk…

Börkur sat borgarstjórn

Börkur í borgarstjórn

Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúi, sat sinn fyrsta borgarstjórnarfund í dag. Á Facebook síðu birti hann ofangreinda mynd af sér á fyrsta fundinum og skrifaði: Í dag sit ég fyrsta borgarstjórnarfundinn minn. Fyrir þau sem eru að velta fyrir sér frama í borgarpólitík get ég sagt frá því að kaffið hérna er lapþunnt og kexið sem boðið er uppá er gamalt. Ég held ég sé kominn með baráttumál fyrir næstu kosningar: „Betra kex í borgarstjórn, betra kaffi, betri borg!“

Borgarstjórn í beinni

halldorh_borgarstjorn0209

Borgarstjórnarfundur er í beinni útsendingu hér Dagskrá fundarins er hér: 1. Umræða um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 2. Ályktunartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi 3. Umræða um íþrótta- og æskulýðsmál í Fossvogi og Bústaðahverfi (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) 4. Umræða um opna fundi ráða og nefnda Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 5. Samkomulag um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli, sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. nóvember 6. Fundargerð borgarráðs frá 6….

Dagur B. heldur blekkingarleik sínum áfram við kjósendur

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, birti grein á bloggsíðu sinni í kjölfar frétta um byggingaráform meirihlutans í Reykjavík. Í morgun kynnti Dagur B. Eggertsson uppbyggingaráform sín í Reykjavík. Athygli vakti að áfram heldur hann blekkingarleik sínum við kjósendur og hann ætlar að halda sínu striki og fara gegn vilja borgarbúa þrátt fyrir fögur fyrirheit í samstarfssáttmála meirihlutans um að auka samráð og íbúalýðræði. Hann ætlar að keyra í gegn skipulagið við Hlíðarenda sem leggur af Neyðarbrautina þrátt fyrir að 70 þúsund einstaklingar hafa skrifað undir áskorun til borgarinnar um að flugvöllurinn geti áfram gegnt sínu mikilvæga hlutverki í Vatnsmýrinni. Blekkingarleikur Dags felst í…

Bættar framkvæmdir við Breiðholtsskóla

breidholtsskoli

Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundarráði lögðu fram tillögu á fundi ráðsins í síðustu viku sem sneri af málefnum Breiðholtsskóla. Vildu Kjartan og Marta beina til borgarstjórnar að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 verði 190 milljóna króna framlag veitt til framkvæmda vegna viðbyggingar við Breiðholtsskóla og endurbóta á eldra húsnæði skólans. Tillagan er flutt þar sem slíka fjárveitingu er ekki að finna í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015, sem kynnt var á fundi borgarstjórnar sl. þriðjudag. Afgreiðslu tillögunnar var frestað til næsta fundar ráðsins. Morgunblaðið fjallaði nánar um mál Breiðholtsskóla hér

Hvernig aukum við öryggi gangandi vegfarenda?

km_oli

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, heldur opinn hádegisverðarfund um öryggi gangandi vegfarenda, á morgun, fimmtudaginn 13. nóvember í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Meðal annars verður fjallað um þá gagnrýni, sem fram hefur komið frá ýmsum aðilum, um að gangbrautarmerkingum sé ábótavant í borginni og að þar gæti ósamræmis. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Reykjavíkurborgar og Ólafur Kr. Guðmundsson varaformaður FÍB flytja stutt erindi á fundinum og taka við fyrirspurnum og ábendingum. Fundurinn hefst kl. 12 og verður um klukkustundarlangur. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1.000 krónur. Allir velkomnir!

Á móti frumvarpi Framsóknarmanna

halldorhalldorsson_stod2

Á dögunum kynntu fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins frumvarp sem snýr að því að Alþingi taki yfir skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar af Reykjavíkurborg. Í greinargerð frumvarpsins segir: „Í hinni þéttbýlu miðborg Reykjavíkur hafa á liðnum árum risið álitamál um fyrirkomulag skipulags og mannvirkjagerðar á Reykjavíkurflugvelli. Við úrlausn slíkra mála er ljóst að ekki fara alltaf saman hagsmunir Alþingis, Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. Þótt Reykjavíkurflugvöllur sé staðsettur í miðborg Reykjavíkur er hann eftir sem áður flugvöllur þjóðarinnar allrar. Til þess stendur pólitískur vilji að Alþingi hafi áhrif á skipulag og mannvirkjagerð á Reykjavíkurflugvelli.”  Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var í viðtali út af málinu í fréttum…