Veltufé frá rekstri lægst í Reykjavík

1veltufe_frarekstri_reykjavik

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 var kynnt á borgarstjórnarfundi í gær.

Veltufé frá rekstri lýsir fjármunamyndun á rekstrartímabilinu og það segir til um getuna til þess að greiða afborganir lána og fjárfestingar eða hverju reksturinn skilar í peningum. Veltufé fer sífellt lækkandi í A-hluta fjárhagsáætlunarinnar og hefur ekki verið lægra í meira en áratug. Í samanburði má sjá að Reykjavíkurborg er með lægsta veltufé frá rekstri í samanburði við önnur sveitarfélög.

Miðað við þessar tölur sést að meirihlutinn er að reksturinn er að skila minna og minna á hverju ári. „Það er mjög alvarlegt“, sagði Halldór á fundinum.

 

Samanburður sveitarfélaga á veltufé frá rekstri

Samanburður sveitarfélaga á veltufé frá rekstri