650 krónur í sund á næsta ári

Sundhöllin - ný

Samkvæmt gjaldskrám Reykjavíkurborgar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 liggur fyrir að kosta muni 650 kr. fyrir eina sundferð í sundlaugum Reykjavíkur á næsta ári. Á þessu ári hefur sundferðin kostað 600 kr. fyrir fullorðinn.

Magnús, framkvæmdastjóri borgarstjórnarhópsins vakti athygli á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann benti á að ein sundferð kostaði 360 krónur fyrir fjórum árum síðan en þar sköpuðust líflegar umræður í kjölfarið.

Meðfylgjandi mynd er af hinni nýju Sundhöll Reykjavíkur sem á að byggja við þá gömlu. Myndin er fengin af vef Reykjavíkurborgar.