Hlíðarendinn samþykktur

hlidarendabyggd.is

Hið umdeilda deiliskipulag við Hlíðarenda var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu greiddu atkvæði gegn skipulaginu til að virða þá þverpólitísku sátt Reykjavíkurborgar, Innanríkisráðuneytisins og Icelandair varðandi Rögnunefndina sem hefur það verkefni að finna framtíðarstaðsetningu fyrir innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Ekki fannst þeim tímabært að skipuleggja svæði með óafturkræum hætti þegar óvissa ríkir að þessu leyti.

Nefndin hefur nýlega greint frá þeim fimm mögulegu flugvallarstæðum sem hún hefur nú til skoðunar og er Vatnsmýrin eitt af þeim. Rögnunefndin, eins og hún hefur verið kölluð, er enn að störfum og hefur formaður hennar óskað eftir svigrúmi til að klára vinnuna.  Í síðustu viku sagði Innanríkisráðherra varðandi deiliskipulag Hlíðarenda og áhrif  þess á Reykjavíkurflugvöll eftirfarandi: „Reykjavíkurborg og ríki voru sammála um að taka ekki stefnumótandi ákvarðanir er varða þetta mál fyrr en Rögnunefndin hefur lokið störfum“. Icelandair gerir athugasemd við deiliskipulag Hlíðarenda og telur „óviðunandi að afkastageta og áreiðanleiki núverandi flugvallarstæðis verði skert með óafturkræfum hætti“ á meðan verið er að vinna að staðarvali fyrir innanlandsflugið. Það er því ljóst að þrír af fjórum fulltrúum í Rögnunefndinni telja að bíða verði þar til niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Einungis einn nefndarmanna, Dagur B. Eggertsson, skilur samkomulagið með öðrum hætti.

Frétt Vísir.is um málið
Frétt Mbl.is um málið
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi