Á móti frumvarpi Framsóknarmanna

halldorhalldorsson_stod2

Á dögunum kynntu fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins frumvarp sem snýr að því að Alþingi taki yfir skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar af Reykjavíkurborg. Í greinargerð frumvarpsins segir: „Í hinni þéttbýlu miðborg Reykjavíkur hafa á liðnum árum risið álitamál um fyrirkomulag skipulags og mannvirkjagerðar á Reykjavíkurflugvelli. Við úrlausn slíkra mála er ljóst að ekki fara alltaf saman hagsmunir Alþingis, Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. Þótt Reykjavíkurflugvöllur sé staðsettur í miðborg Reykjavíkur er hann eftir sem áður flugvöllur þjóðarinnar allrar. Til þess stendur pólitískur vilji að Alþingi hafi áhrif á skipulag og mannvirkjagerð á Reykjavíkurflugvelli.” 

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var í viðtali út af málinu í fréttum Stöðvar 2 á föstudaginn og sagði: „Ég tel mjög mikilvægt að Reykjavíkurflugvöllur og ég er á móti því að það sé átt við flugvöllinn á meðan Rögnunefndin hefur ekki lokið störfum. En þetta frumvarp að taka skipulagsvald af Reykjavíkurborg, ég er algjörlega á móti því.“

Allt viðtalið við Halldór á Stöð 2 má nálgast hér