Bættar framkvæmdir við Breiðholtsskóla

breidholtsskoli
Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundarráði lögðu fram tillögu á fundi ráðsins í síðustu viku sem sneri af málefnum Breiðholtsskóla. Vildu Kjartan og Marta beina til borgarstjórnar að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 verði 190 milljóna króna framlag veitt til framkvæmda vegna viðbyggingar við Breiðholtsskóla og endurbóta á eldra húsnæði skólans.
Tillagan er flutt þar sem slíka fjárveitingu er ekki að finna í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015, sem kynnt var á fundi borgarstjórnar sl. þriðjudag. Afgreiðslu tillögunnar var frestað til næsta fundar ráðsins.
Morgunblaðið fjallaði nánar um mál Breiðholtsskóla hér
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi