Börkur sat borgarstjórn

Börkur í borgarstjórn

Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúi, sat sinn fyrsta borgarstjórnarfund í dag.

Á Facebook síðu birti hann ofangreinda mynd af sér á fyrsta fundinum og skrifaði:

Í dag sit ég fyrsta borgarstjórnarfundinn minn. Fyrir þau sem eru að velta fyrir sér frama í borgarpólitík get ég sagt frá því að kaffið hérna er lapþunnt og kexið sem boðið er uppá er gamalt. Ég held ég sé kominn með baráttumál fyrir næstu kosningar: „Betra kex í borgarstjórn, betra kaffi, betri borg!“