Hlíðarendinn samþykktur

hlidarendabyggd.is

Hið umdeilda deiliskipulag við Hlíðarenda var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu greiddu atkvæði gegn skipulaginu til að virða þá þverpólitísku sátt Reykjavíkurborgar, Innanríkisráðuneytisins og Icelandair varðandi Rögnunefndina sem hefur það verkefni að finna framtíðarstaðsetningu fyrir innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Ekki fannst þeim tímabært að skipuleggja svæði með óafturkræum hætti þegar óvissa ríkir að þessu leyti. Nefndin hefur nýlega greint frá þeim fimm mögulegu flugvallarstæðum sem hún hefur nú til skoðunar og er Vatnsmýrin eitt af þeim. Rögnunefndin, eins og hún hefur verið kölluð, er enn að störfum og hefur formaður hennar óskað eftir svigrúmi til…

650 krónur í sund á næsta ári

Sundhöllin - ný

Samkvæmt gjaldskrám Reykjavíkurborgar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 liggur fyrir að kosta muni 650 kr. fyrir eina sundferð í sundlaugum Reykjavíkur á næsta ári. Á þessu ári hefur sundferðin kostað 600 kr. fyrir fullorðinn. Magnús, framkvæmdastjóri borgarstjórnarhópsins vakti athygli á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann benti á að ein sundferð kostaði 360 krónur fyrir fjórum árum síðan en þar sköpuðust líflegar umræður í kjölfarið. Það mun kosta 650 kr. í sund á nýju ári í Reykjavík. Það kostaði 360 kr. í sund árið 2010. Vá. — Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) November 4, 2014 @sigurbjornsson 650 kr í sund er samt…

Kjartan fékk ekki að nota glærur

Kjartan Magnússon í borgarstjórn

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, var frummælandi þriðja liðs borgarstjórnar í gær sem sneri af bættum göngutengslum barna og ungmenna yfir Hringbraut. Talað var um það í gær að Halldór Halldórsson notaði glærur með ræðu sinni um fjárhagsáætlun borgarinnar en Kjartan Magnússon fékk ekki að nota glærur á sama fundi borgarstjórnar. Kjartan lýsti yfir vonbrigðum sínum yfir forseta borgarstjórnar, Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna í upphafi ræðu sinnar. „Ég vil fyrst lýsa yfir vonbrigðum mínum með það að með þessari tillögu að þá ætlaði ég að gefa borgarfulltrúum og öðrum kost á að sjá nokkrar glærur og myndir sem skýra tillöguna og tilgang…

Dýrara að búa í Reykjavík

Johannes Jansson/norden.org

Á borgarstjórnarfundi í gær var fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í fyrri umræðu en þar máttu oddvitar flokkana eingöngu taka til máls. Halldór Halldórsson, gagnrýndi fjárhagsáætlun borgarinnar harkalega og talaði um að aðalsjóður borgarinnar myndi skila rúmlega 5 milljarða króna halla á næsta ári og að veltufé frá rekstri hefur ekki verið jafn lágt í rúmlega áratug. Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar heldur meirihlutinn í Reykjavík áfram að reka sömu stefnu og frá síðasta kjörtímabili. Kostnaður meðalfjölskyldu í Reykjavík með þrjú börn er 2,2 milljónir sem hún greiðir til borgarinnar á ári að meðtöldu útsvari. Núverandi meirihluti ætlar að halda áfram að auka álögur…

Veltufé frá rekstri lægst í Reykjavík

1veltufe_frarekstri_reykjavik

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 var kynnt á borgarstjórnarfundi í gær. Veltufé frá rekstri lýsir fjármunamyndun á rekstrartímabilinu og það segir til um getuna til þess að greiða afborganir lána og fjárfestingar eða hverju reksturinn skilar í peningum. Veltufé fer sífellt lækkandi í A-hluta fjárhagsáætlunarinnar og hefur ekki verið lægra í meira en áratug. Í samanburði má sjá að Reykjavíkurborg er með lægsta veltufé frá rekstri í samanburði við önnur sveitarfélög. Miðað við þessar tölur sést að meirihlutinn er að reksturinn er að skila minna og minna á hverju ári. „Það er mjög alvarlegt“, sagði Halldór á fundinum.  

Notaði glærur í borgarstjórn

Halldór kynnir í borgarstjórn

Á borgarstjórnarfundi í dag vakti athygli er Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, notaði glærur á borgarstjórnarfundi undir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar árið 2015. Ekki er algengt að borgarfulltrúar noti glærukynningar á borgarstjórnarfundum en þykir það mjög miður að ekki sé hægt að nýta tæknina betur á fundum borgarstjórnar. Halldór sýndi nokkur gröf sem var mjög erfitt að útskýra í beinum texta og þótti því tilvalið að notast við tæknina í þessu tilviki. Óþarfa vesen er þó að fá leyfi til þess að fá að nota glærur í borgarstjórn og vonandi að borgarfulltrúar geti án vankvæða notað glærukynningar á ræðum…

5 milljarða halli á aðalsjóði borgarinnar

rekstur_adalsjods

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 var kynnt á borgarstjórnarfundi í dag en eingöngu voru oddvitar flokkanna tóku til máls. Halldór Halldórsson, talaði um alvarlega stöðu aðalsjóðs borgarinnar sem mun á næsta ári skila 5 milljarða halla. Meðfylgjandi mynd sýnir að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 muni skila um 4,6 milljarða halla en hann mun aukast fyrir árið 2015. „Rekstur borgarsjóðs veldur mér verulegum áhyggjum. Þróun á rekstri borgarsjóðs, gefur tilefni til að hafa áhyggjur af framtíðarmöguleikum Reykjavíkurborgar til að veita þá þjónustu sem íbúarnir þurfa í dag og fram í tímann“, segir Halldór.

Fjárhagsáætlun borgarinnar á dagskrá

Jómfrúarræða Halldórs

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun borgarinnar fer fram í borgarstjórn kl. 14. Þar mun borgarstjóri mæla fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar. Eingöngu munu oddvitar flokkana tala undir fyrsta og öðrum lið. Bein útsending frá fundinum hefst kl. 14. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015; fyrri umræða 2. Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2015-2019 3. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bætt göngutengsl barna og ungmenna yfir Hringbraut 4. Fundargerð borgarráðs frá 23. október – 20. liður; viðauki við fjárhagsáætlun 2014 vegna áhrifa kjarasamninga á samning við styrktarfélagið Ás Fundargerð borgarráðs frá 30. október Fundargerð borgarráðs frá 31. október – 2. liður; frumvarp…