Styðja við dagforeldra

Borgarstjórn allir

Í seinnu umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að afnema fjárhagslegan hvata til að velja leikskóla fram yfir dagforeldra.

Tillagan sem lögð var fram var svohljóðandi:
Dagforeldrar eru mikilvægur hlekkur í þjónustu við barnafjölskyldur en stefna borgarinnar undanfarið kjörtímabil hefur hins vegar verið á þann veg að foreldrum er stýrt frá dagforeldrum og inn á leikskólana með gjaldskrám borgarinnar. Þetta er gert þrátt fyrir að þjónusta dagforeldra sé mun ódýrara úrræði en það að reka leikskóla. Fjárhagslegur hvati er því fyrir fjölskyldur yngstu barnanna að velja dýrasta úrræðið. Mjög mikill munur er á niðurgreiðslum með hverju barni eftir því hvar þjónustan er sótt. Með hverju barni á ungbarnaleikskóla er greitt 110 þús. – 140 þúsund og fer eftir aldri barnsins, með hverju barni á almennum leikskóla er greitt um 165 þúsund, en með hverju barni sem dvelur hjá dagforeldri er greiðslan 46 þúsund kr. Lagt er til að greiðslur vegna barna hjá dagforeldrum verði hækkaðar þannig að fjárhagur stýri ekki vali fjölskyldna hvað dagvistun varðar. Kostnaður borgarinnar verður óverulegur þar sem mjög mun sparast ef fleiri velja þjónustu dagforeldra.

Meirihlutinn kom með breytingatillögu á tillögunni hér að ofan og samþykkti borgarstjórn að hækka niðurgreiðslur vegna dagforeldra um 3,4%, eða alls 17,2 milljónir.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru þó sammála um að hækkun meirihlutans mun engan veginn afnema fjárhagslegan hvata fjölskyldna til að velja leikskóla fram yfir dagforeldra.