Fjárhagsáætlun lögð fram á morgun

Kjartan Magnússon í borgarstjórn

Síðari umræða um fjárhagsáætlun borgarinnar fer fram á morgun kl. 13:00. Allir borgarfulltrúar eru á mælendaskrá og munu tala um fjárhagsáætlun borgarinnar. ** Dýrara að búa í Reykjavík miðað við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 Dagskrá fundarins á morgun er svohljóðandi: 1. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015; síðari umræða 2. Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar; síðari umræða 3. Gjaldskrár fyrir árið 2015, sbr. 40 lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember 4. Fundargerð borgarráðs frá 20. nóvember – 21. liður; Fjölskyldu- og húsdýragarður – kaup á leiktækjum – 22. liður; áheyrn Reykjavíkurráðs ungmenna – breyting á samþykkt fyrir skóla- og frístundaráð Fundargerð…

Fjárfestum í nýsköpun og velferðartækni

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Eitt brýnasta mál Reykjavíkurborgar nú er að fjárfesta í nýsköpun, rannsóknum og innleiðingu tækni í velferðarmálum í Reykjavík. Verkefnum velferðarþjónustunnar fjölgar því fyrirséð er mikil fjölgun notenda og þar eru aldraðir stærsti hópurinn. Fyrirkomulagið sem rekið er í dag mun ekki geta mætt þörfum íbúa inn í næstu framtíð. Mikilvægt er að hefja óumflýjanlegt breytingaferli, búa til jarðveg fyrir nýsköpun í þjónustunni og fjárfesta í tæknilausnum og rannsóknum. Við sjálfstæðismenn óskuðum eftir umræðu um þetta mál í borgarstjórn á dögunum enda teljum við að ástandið sé orðið þannig að ekki verði beðið lengur með að fara af stað með verkefni…