Ósannindi Dags B. Eggertssonar um sameiningarklúðrið

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Það hefur nú verið staðfest að illa var staðið að sameiningarferli skóla og öðrum kerfisbreytingum í skólamálum hjá Reykjavíkurborg á síðasta kjörtímabili. Fram kemur í úttekt óháðs ráðgjafafyrirtækis á breytingunum að samráð hafi verið algerlega ófullnægjandi auk þess sem skorti framtíðarsýn og faglegar og fjárhagslegar forsendur. Sameiningarferlið fær í heild falleinkunn í úttektinni. Engum dylst að úttektin er ekki síst áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihluta Samfylkingar og Bjartrar framtíðar (Besta flokksins) á síðasta kjörtímabili og þá ekki síst Dags B. Eggertssonar, þáverandi formanns borgarráðs, sem stýrði umræddum stjórnsýslubreytingum. Sjálfstæðisflokknum kennt um Í Morgunblaðinu sl. laugardag reynir Dagur að réttlæta þetta risavaxna…

Reglur gegn öryggi og fræðslu

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Að undanförnu hefur verið umræða um að reglur Reykjavíkurborgar koma í veg fyrir að grunnskólabörn megi fá reiðhjólahjálma að gjöf og að kynning á tannhirðu frá Tannlæknafélagi Íslands sé ekki heimil. Af þessu tilefni lögðum við borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi tillögu fram í borgarráði 22. janúar sl. Tillögunni var frestað en mun vonandi fá eðlilega málsmeðferð af hálfu meirihlutans. Það er mikilvægt að endurskoða þessar undarlegu reglur. Tilagan: ,,Reglur um kynningar í skólum þarf að endurskoða með tilliti til þeirrar reynslu sem safnast hefur frá því þær voru settar haustið 2013. Reglurnar hafa reynst of þröngar og hafa komið í veg…

Gagnrýnir borgarstjóra fyrir hjásetu

Hildur Sverrisdóttir

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi gagnrýnir borgarstjóra fyrir hjásetu í kosningu er Gústaf Níelsson var kosinn inn sem varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Ef að Hildur hefði setið fundinn hefði hún samþykkt tilnefninguna þar sem að pólitíska ábyrgðin liggur á Framsókn og flugvallarvinum. Hildur segir á Facebook síðu sinni að það vera „algjört lýðræðislegt prinsipp“ að meirihlutinn skipti sér ekki af því hverjir fara inn í nefndir fyrir hönd annarra flokka. Fimm borgarfulltrúar meirihlutans sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Facebook-ar status Hildar má nálgast hér að neðan.

Áfellisdómur yfir innkaupamálum hjá borginni

radhusrvk

Á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn stóðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fyrir umræðum um innkaupamál Reykjavíkurborgar í kjölfar skýrslu innri endurskoðunar á innkaupamálum Reykjavíkurborgar sem birt var í borgarráði í síðustu viku. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fór fyrir umræðum um málið og sagði ma. „Í stað þess að auka vægi innkaupaskrifstofu var hún lögð niður og verkefni hennar færð inn í deild á fjármálaskrifstofu. Með því hefur verið dregið úr sjálfstæði innkaupaeiningarinnar og möguleikum hennar á að halda utan um innkaupin. Það er alveg ljóst að það gengur ekki að yfir þúsund manns gangi um og kaupi inn í nafni Reykjavíkurborgar án þess…

Gatnakerfi borgarinnar hrundi um hátíðirnar

 

Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði var í samtali við Reykjavík síðdegis á dögunum þar sem hann ræddi um gatnakerfi Reykjavíkurborgar. Hægt er að spila viðtalið hér í spilaranum að ofan.

Vilja skoða útboðsferli ferðaþjónustu fatlaðra

ferdathjonustafatladra

Ferðaþjónusta fatlaðra var á dagskrá borgarstjórnarfundar á þriðjudaginn en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt undanfarið hvernig staðið hefur verið að þjónustu ferðaþjónustu fatlaðra. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á fundinum sem snýr af því að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skoðar og leggi mat á útboðsferlið og útboðið í heild sinni fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að ekki verður unað við þá grafalvarlegu stöðu sem er á framkvæmd ferðaþjónustu við fatlaða. Gengið var frá samkomulagi um þessa þjónustu í maí 2014 þannig að tíminn til að undirbúa breytingar á henni hefði átt að vera nægur en hann hefur verið illa nýttur. Breytingarnar…

Borgarstjórnarfundur á morgun

Kjartan Magnússon í borgarstjórn

Borgarstjórn kemur úr góðu jólafríi en rúmlega mánuður er liðinn síðan að síðasti borgarstjórnarfundur var haldinn. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert það að sínu frumkvæði að ræða um sorphirðu og innkaupamál borgarinnar. Einnig leggjum við fram tillögu um að borgarstjórn samþykki að taka upp Hafnarfjarðarmódelið hvað varðar fjárhagsaðstoð og hafa allir flokkar lagst á það að ræða um ferðaþjónustu fatlaðra. Dagskrá fundarins er hér: 1. 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna – umræða (að beiðni forsætisnefndar) 2. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að borgarstjórn samþykki að taka upp Hafnarfjarðarmódelið hvað varðar fjárhagsaðstoð 3. Umræða um ferðaþjónustu fatlaðs fólks (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)…

8 spurningar um ferðaþjónustu fatlaðra

ferdathjonustafatladra

Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram átta spurningar um tölvukerfi Strætó bs. í umræðu um ferðaþjónustu fatlaðra. Á fundinum skapaðist mikil umræða um málið og telja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðra sé óviðunandi eins og staðan sé í dag. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að ekki verði unað við þá grafalvarlegu stöðu sem er á framkvæmd ferðaþjónustu við fatlaða. Gengið var frá samkomulagi um þessa þjónustu í maí 2014 þannig að tíminn til að undirbúa breytingar á þjónustunni hefði átt að vera nægur. Breytingarnar áttu að bæta þjónustuna en hafa ekki enn gert það heldur þveröfugt eins og…

Innkaupamál borginnar í rugli?

Ráðhús Reykjavíkur

Á fundi borgarráðs í gær var lögð fram eftirfylgnisúttekt vegna skýrslu innri endurskoðunar á innkaupamálum Reykjavíkurborgar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu skýrsluna harkalega á fundinum og sagði hana vera mikinn áfellisdóm yfir því hvernig er staðið að innkaupum á vegum Reykjavíkurborgar. Bættu þeir við í bókun sinni: „Sú skýrsla er eftirfylgni við úttekt innri endurskoðanda á innkaupamálum frá upphafi árs 2010. Þar koma fram fjölmörg varnaðarorð og ábendingar frá innri endurskoðanda um það hvernig bæta má innkaupaferlið en nú er ljóst að ekkert hefur verið gert með þessar mikilvægu vinnu. Þar kemur einnig fram að velta rammasamninga og miðlægra samninga í heildarinnkaupum var…

Skoða bætt öryggi við Hringbraut

hringbraut

Í nóvember lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að gripið yrði til aðgerða í því skyni að tryggja börnum og ungmennum örugga gönguleið yfir Hringbraut á kaflanum milli Melatorgs og Grandatorgs. Gerði tillagan ráð fyrir því að skoðaðir yrðu tiltækir kostir varðandi göngubrú annars vegar og undirgöng hins vegar og æskilegt staðsetning slíkra mannvirkja metin út frá gönguleiðum barna og ungmenna yfir Hringbraut. Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs samþykktu fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna umsögn þar sem umræddri tillögu er í raun hafnað með þeim rökstuðningi að þrengsli komi í veg fyrir göngubrú eða undirgöng á þessum stað. Kjartan…