Gagnrýnir borgarstjóra fyrir hjásetu

Hildur Sverrisdóttir

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi gagnrýnir borgarstjóra fyrir hjásetu í kosningu er Gústaf Níelsson var kosinn inn sem varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Ef að Hildur hefði setið fundinn hefði hún samþykkt tilnefninguna þar sem að pólitíska ábyrgðin liggur á Framsókn og flugvallarvinum. Hildur segir á Facebook síðu sinni að það vera „algjört lýðræðislegt prinsipp“ að meirihlutinn skipti sér ekki af því hverjir fara inn í nefndir fyrir hönd annarra flokka. Fimm borgarfulltrúar meirihlutans sátu hjá í atkvæðagreiðslunni.

Facebook-ar status Hildar má nálgast hér að neðan.