Björgun fari ekki í íbúðabyggð

Björgun

Hverfisráð Laugardals bókaði samhljóða í nóvember um að ráðið leggist alfarið gegn öllum hugmyndum um flutning Björgunar í Sundahöfn. Hverfisráðið taldi að starfsemi á borð við starfsemi Björgunar eigi ekki heima í nánd við íbúabyggð og lagði áherslu á aðkomu hverfisráðs að skipulagningu og undirbúningi að hugmyndum að þessu tagi. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku undir með hverfisráði Laugardals á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Sögðu þeir að starfsemi Björgunar á ekki heima í nánd við íbúabyggð. Þess vegna þarf að færa starfsemina frá Bryggjuhverfinu en engin lausn er að færa hana að annarri íbúabyggð í nágrenni Sundahafnar. Finna þarf starfsemi Björgunar framtíðarstaðsetningu sem allra…

Ferðaþjónusta fatlaðra óviðunandi

Halldór á RÚV

Mörg mistök í langan tíma hjá Strætó vegna ferðaþjónustu fatlaðra eru óviðunandi og verður að linna. Alltof mikið sé fyrir fatlaða að greiða 1100 krónur fyrir hverja ferð eftir að mánaðarlegum ferðafjölda er náð. Þetta sagði Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni í samtali við kvöldfréttir RÚV í gær. Öll þau sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem nota ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó hafa fengið kvartanir. Kópavogur er ekki með en önnur sveitarfélög á svæðinu að Reykjavík undanskilinni byrjuðu að nota þjónustuna um áramótin. Reykjavík hefur notað hana lengur. Vandræðin byrjuðu 1. nóvember þegar nýtt tölvukerfi var tekið í notkun og nýr undirverktaki Strætós tók við…

Spyrjast fyrir um ferðaþjónustu fatlaðra

ferdathjonustafatladra

Á fundi borgarráðs í gær spurðust borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um að fá kynningu á akstursþjónustu fyrir fatlaða og Strætó bs. Óskuðu þeir að farið yrði yfir stöðu mála og þróun verkefnisins um akstursþjónustu fatlaða. Óskað er eftir að fá kynningu í borgarráði frá akstursþjónustu fyrir fatlaða og Strætó bs., þar sem farið verður yfir stöðu mála og þróun verkefnisins um akstursþjónustu við fatlaða. Umræða skapaðist um málið þegar að tveir bræður sem báðir eru fatlaðir fengu ekki að ferðast saman en þeir voru að fara í matarboð til foreldra sinna. Átak, félag fólks með þroskahömlun lýsti einnig undrun á nýrri gjaldskrá í ályktun…

Sorphirða óviðunandi í desember

Sorphirda

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn varðandi sorphirðu í borginni. Sorphirða í borginni hefur verið óviðunandi í hverfum borgarinnar í desembermánuði og hefur það skapað mikil óþægindi og óþrifnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir upplýsingum um hvernig var staðið að sorphirðu í desember og hvernig stæði á því að ekki væri haldið uppi reglubundinni sorphirðu. Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúar sitja í umhverfis- og skipulagsráði.

Gleðilegt ár

flugeldar

Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins óskar þér gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári.   Kær kveðja, Halldór Halldórsson Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon Áslaug María Friðriksdóttir Hildur Sverrisdóttir Marta Guðjónsdóttir Börkur Gunnarsson Börkur Gíslason Magnús Sigurbjörnsson   Mynd: Adam Thor